Burnley laumaði sér í 16-liða úrslit | Öskubuskuævintýri Wrexham á enda Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2023 21:56 Burnley er á leið í 16-liða úrslit FA-bikarsins. Clive Brunskill/Getty Images Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley eru á leið í 16-liða úrslit FA-bikarsins í fótbolta eftir dramatískan 2-1 sigur gegn C-deildarliði Ipswich Town í kvöld. Þá var dramatíkin ekki minni þegar Sheffield United sló Hollywood-lið Wrexham úr leik á sama tíma. Jóhann Berg hóf leik á bekknum, en Nathan Tella kom Burnley yfir gegn Ipswich strax á fyrstu mínútu leiksins áður en George Hirst jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. Þetta reyndust einu tvö mörk fyrri hálfleiksins og staðan var því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Jóhann Berg kom svo inn af varamannabekknum þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka, en sigurmarkið leit ekki dagsins ljós fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Nathan Tella skoraði annað mark sitt og tryggði Burnley sæti í 16-liða úrslitum þar sem liðið mætir C-deildarliði Fleetwood Town. Our FA Cup run continues 🏆#BURIPS pic.twitter.com/Flo1FvYIwb— Burnley FC (@BurnleyOfficial) February 7, 2023 Þá þurfti Hollywood-lið Wrexham, sem leikur í ensku E-deildinni að sætta sig við 3-1 tap gegn Sheffield United sem leikur í B-deildinni. Anel Ahmedhodzic kom heimamönnum í Sheffield yfir með marki á 50. mínútu leiksins áður en Paul Mullin jafnaði metin fyrir Wrexham með marki af vítapunktinum níu mínútum síðar. Mullin fékk svo tækifæri til að koma gestunum yfir þegar liðið krækti sér í aðra vítaspyrnu, en í þetta skipti lét hann verja frá sér. Það var svo reynsluboltinn Billy Sharp sem kom Sheffield United yfir á nýjan leik með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma eftir vandræðagang í vörn Wrexham áður en Norðmaðurinn Sander Berge gulltryggði 3-1 sigur Sheffield sem mætir Tottenham í 16-liða úrslitum. Enski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Sjá meira
Jóhann Berg hóf leik á bekknum, en Nathan Tella kom Burnley yfir gegn Ipswich strax á fyrstu mínútu leiksins áður en George Hirst jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. Þetta reyndust einu tvö mörk fyrri hálfleiksins og staðan var því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Jóhann Berg kom svo inn af varamannabekknum þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka, en sigurmarkið leit ekki dagsins ljós fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Nathan Tella skoraði annað mark sitt og tryggði Burnley sæti í 16-liða úrslitum þar sem liðið mætir C-deildarliði Fleetwood Town. Our FA Cup run continues 🏆#BURIPS pic.twitter.com/Flo1FvYIwb— Burnley FC (@BurnleyOfficial) February 7, 2023 Þá þurfti Hollywood-lið Wrexham, sem leikur í ensku E-deildinni að sætta sig við 3-1 tap gegn Sheffield United sem leikur í B-deildinni. Anel Ahmedhodzic kom heimamönnum í Sheffield yfir með marki á 50. mínútu leiksins áður en Paul Mullin jafnaði metin fyrir Wrexham með marki af vítapunktinum níu mínútum síðar. Mullin fékk svo tækifæri til að koma gestunum yfir þegar liðið krækti sér í aðra vítaspyrnu, en í þetta skipti lét hann verja frá sér. Það var svo reynsluboltinn Billy Sharp sem kom Sheffield United yfir á nýjan leik með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma eftir vandræðagang í vörn Wrexham áður en Norðmaðurinn Sander Berge gulltryggði 3-1 sigur Sheffield sem mætir Tottenham í 16-liða úrslitum.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Sjá meira