Innlent

„Það fyrsta sem ég reyndi að gera var að opna hurðina“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Slökkvilið var með mikinn viðbúnað þegar eldur kom upp í gámahúsi í Örfirsey í morgun en húsið reyndist mannlaust. Starfsmaður Olíudreifingar sem hringdi á neyðarlínuna segir eldinn hafa virst lítinn í fyrstu en hann hafi fljótt orðið að stóru báli.

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst útkall vegna brunans um áttaleytið í morgun. Slökkvilið frá tveimur stöðvum var sent á vettvang ásamt þremur sjúkrabílum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið við vettvangi og eru eldsupptök til rannsóknar.

Starfsmaður Olíudreifingar, sem er með starfsemi í Örfirisey, hringdi í Neyðarlínuna.

„Það fyrsta sem ég reyndi að gera var að opna hurðina en hún var pikkföst. Eins og þið sjáið, glugginn hérna fyrir aftan mig, hann var líka mjög lokaður. Hún haggaðist ekki,“ segir Ágúst Orri Hjálmarsson.

Mikil mildi að enginn var inni

Í fyrstu hafi ekki litið út fyrir að um stórbruna væri að ræða.

„En um leið og slökkviliðið var komið þá var þetta logbrennandi.“

Þá var talsvert af fólki á svæðinu, meðal annars íbúar næstu smáhýsa.

„Þeir vissu ekkert um neitt og voru 90 prósent vissir um að það væri enginn þarna inni. Það reyndist ekki vera, sem betur fer.“


Tengdar fréttir

Eldur í gámahúsum á Örfirisey

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í gámahúsi á Örfirisey í Reykjavík um klukkan átta í morgun. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn og þrír sjúkrabílar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.