Fótbolti

Kyn­þátta­níð í garð Vinicuis Jr. sé vanda­mál fyrir spænskan fót­bolta í heild

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Carlo Ancelotti segir að sú kynþáttaníð sem Vinicius Junior hefur mátt þola sé vandamál fyrir spænskan fótbolta í heild sinni.
Carlo Ancelotti segir að sú kynþáttaníð sem Vinicius Junior hefur mátt þola sé vandamál fyrir spænskan fótbolta í heild sinni. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri spænska stórveldisins Real Madrid, segir að sú kynþáttaníð sem framherjinn Vinicius Jr. hefur mátt þola á tímabilinu sé ekki bara vandamál fyrir Real Madrid og leikmanninn, heldur spænskan fótbolta í heild sinni.

Þessi 22 ára gamli brasilíski framherji hefur mátt ola kynþáttaníð af hendi stuðningsmanna andstæðinga Real Madrid í að minnsta kosti þrjú skipti á tímabilinu. Þar á meðal voru stuðningsmenn Mallorca gripnir glóðvolgir á myndbandsupptöku á meðan leik liðanna stóð yfir síðasta sunnudag.

„Vinicius er fórnarlamb einhver sem ég skil ekki og það þarf að leysa það,“ sagði Ancelotti á blaðamannafundi í dag.

„Það lítur út fyrir að hann sé vandamálið, en það er alls ekki þannig.“

Í september á síðasta ári heyrðust níðsöngvar úr röðum stuðningsmanna Atlético Madrid sem beint var að Vinicius. Framkvæmd var rannsókn á því máli, en niðurstaðan var sú að ekki var hægt að bera kennsl á þá sem báru ábyrgð á málinu.

Þá tjáði leikmaðurinn sig í desember á síðasta ári þar sem hann biðlaði til spænsku úrvalsdeildarinnar um að gera eitthvað í rasískum áhorfendum á leikjum deildarinnar eftir að hann varð fyrir kynþáttafordómum í 2-0 sigri gegn Real Valladolid.

Þá eru aðeins um tvær vikur síðan að brúða klædd í búning Vinicius Jr. var hengd frá brú í Madríd




Fleiri fréttir

Sjá meira


×