Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Jarðskjálftinn öflugi í Tyrklandi og Sýrlandi verður til umfjöllunar í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Tala látinna hefur hækkað með hverri mínútu sem líður og nú er ljóst að 1400 manns hið minnsta eru látnir og þúsundir sárir. Við heyrum í landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni í hádegisfréttunum en hann er búsettur í borginni Adana, sem var illa úti í skjálftanum. Hann og kona hans eru þó óhult. 

Þá tökum við stöðuna á kjaradeilu Eflingar og SA en Félagsdómur hveður upp úrskurð sinn síðar í dag í máli er varðar lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða.

Að auki fjöllum við um nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var á fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×