Innlent

Ó­vissu­stigi af­létt

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Óvissustigi Almannavarna hefur verið aflýst.
Óvissustigi Almannavarna hefur verið aflýst. Vísir/Vilhelm

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Almannavörnum. 

„Appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar hafa verið teknar af en gular viðvaranir eru í gildi víða um land.

Samhæfingarstöð Almannavarna hefur lokið störfum en vegfarendur eru áfram beðnir að fara varlega þar sem áfram má búast við vindkviðum,“ segir í tilkynningunni.

Þá kemur þar fram að Veðurstofan hafi einnig aflýst óvissustigi sínu vegna snjóflóðahættu á sunnanverðum Vestfjörðum. Eins er minnt á að á umferdin.is er hægt að fylgjast með rauntímaupplýsingum um færð á vegum og að vefur Veðurstofunnar hafi að geyma allar helstu veðurupplýsingar.


Tengdar fréttir

Óvissustigi lýst yfir

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem er framundan.

„Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“

Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×