Enn var markalaust að loknum fyrri hálfleik, en heimamenn í Istanbulspor tóku forystuna á 67. mínútu áður en Ivan Cavaleiro jafnaði metin fyrir Rúnar og félaga fjórum mínútum síðar.
Heimamenn tóku þó forystuna á ný á 77. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan því 2-1 sigur Istanbulspor sem hoppaði upp um eitt sæti með sigrinum og situr nú í 17. sæti með 21 stig eftir 22 leiki. Rúnar og félagar sitja hins vegar í 11. sæti með 25 stig.