Fótbolti

Rúnar stóð vaktina í óvæntu tapi Alanyaspor

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson ver mark íslenska landsliðsins og Alanyaspor í Tyrklandi, þar sem hann er að láni frá Arsenal.
Rúnar Alex Rúnarsson ver mark íslenska landsliðsins og Alanyaspor í Tyrklandi, þar sem hann er að láni frá Arsenal. Getty/Robbie Jay Barratt

Rúnar Alex Rúnarsson var á milli stangann hjá Alanyaspor er liðið tapaði óvænt gegn fallbaráttuliði Istanbulspor í tyknesu úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 2-1.

Enn var markalaust að loknum fyrri hálfleik, en heimamenn í Istanbulspor tóku forystuna á 67. mínútu áður en Ivan Cavaleiro jafnaði metin fyrir Rúnar og félaga fjórum mínútum síðar.

Heimamenn tóku þó forystuna á ný á 77. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan því 2-1 sigur Istanbulspor sem hoppaði upp um eitt sæti með sigrinum og situr nú í 17. sæti með 21 stig eftir 22 leiki. Rúnar og félagar sitja hins vegar í 11. sæti með 25 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.