Innlent

Kjaramálin og flugvélarsalan sem ekkert verður úr

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag. Nú er um 14 mánuðir síðan hann tók við lyklunum að ráðuneytinu, ástandið árin á undan var furðulegt og áfram eru heilbrigðismálin í brennidepli samfélagsmálanna. Hvert stefnir ráðherrann með þennan viðkvæma málaflokk?

Finnur Beck verður næstur á dagskrá. en hann er nýtekinn við sem framkvæmdastjóri Samorku. Finnur hefur ákveðnar skoðanir á uppbyggingu og framtíð orkukerfisins á Íslandi, hlutverki vindorkunnar og átökunum á milli nýtingar- og verndarsinna.

Um og upp úr klukkan 11 mætir svo Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Óþarfi að fara mörgum orðum um þá baráttu sem hún stendur enda á allra vitorði en um leið er ljóst að um hana og gjörðir forystu Eflingar eru gríðarlega skiptar skoðanir. Hvað næst í þeirri deilu sem nú stendur yfir milli SA og Eflingar?

Í lok þáttar mæta svo alþingismennirnir Bryndís Haraldsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, við ræðum söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar sem ekkert verður úr, pólitísk áhrif þess máls og fleiri hitamál, þar með talið skýrsluna um Lindarhvol sem enginn má sjá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.