Fótbolti

Segir leik­menn hafa farið yfir strikið en óskar eftir sam­ræmi hjá VAR

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Erik ten Hag viðurkennir að Casemiro hafi farið yfir strikið en finnst vanta upp á samræmi þegar kemur að VAR.
Erik ten Hag viðurkennir að Casemiro hafi farið yfir strikið en finnst vanta upp á samræmi þegar kemur að VAR. Matthew Peters/Manchester United via Getty Images

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, óskar eftir því að myndbandsdómarar í ensku úrvalsdeildinni bjóði upp á meira samræmi en hingað til eftir að Casemiro var rekinn af velli í 2-1 sigri liðsins gegn Crystal Palace í gær.

Brasilíski miðjumaðurinn þarf nú að taka út þriggja leikja bann Hann fékk að líta beint rautt spjald eftir að dómari leiksins, Andre Marriner hafði verið sendur í VAR-skjáinn góða. 

Á skjánum sást Casemiro taka um háls miðjumannsins Will Hughes, en allt var á suðupunkti á Old Trafford í gær eftir að Jeffrey Schlupp hrinti Antony út fyrir völlinn og í átt að auglýsingaskiltum.

Ten Hag viðurkennir að Casemiro hafi vissulega farið yfir strikið með viðbrögðum sínum, en segir að hann hafi ekki verið sá eini og að fleiri leikmenn hafi átt skilið að fá reisupassann.

„Ég sá tvö lið slást,“ sagði Ten Hag eftir leikinn. „Ég sá tvö lið þar sem nokkrir leikmenn fóru yfir strikið og svo er einn tekinn út fyrir hópinn og sendur af velli. Fyrir mér er það ekki rétt.“

„Casemiro fór yfir strikið, en það voru margir leikmenn sem gerðu það. Þetta snýst um samræmi.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.