Fótbolti

Hákon skoraði í öruggum sigri FCK í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hákon Arnar skoraði fjórða mark FCK í kvöld.
Hákon Arnar skoraði fjórða mark FCK í kvöld. FC Kaupmannahöfn

Hákon Arnar Haraldsson var á skotskótnum er FCK vann öruggan 4-1 sigur gegn sænska liðinu Elfsborg á Atlantic Cup mótinu sem fram fer á Algarve í Portúgal í kvöld.

Hákon var í byrjunarliði FCK í kvöld, en var tekinn af velli á 83. mínútu leiksins fyrir Ísak Begmann Jóhannesson. Í liði Elfsborg lék Hákon Rafn Valdimarsson fyrri hálfleikinn og Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af varamannabekknum í síðari hálfleik.

Andreas Cornelius kom danska liðinu FCK í forystu stuttu fyrir hálfleikshléið áður en Jeppe Okkels jafnaði metin fyrir Elfsborg snemma í síðari hálfleik. 

Diogo Goncalves kom FCK þó aftur í forystu stuttu síðar áður en hann bætti öðru marki sínu og þriðja marki liðsins við af vítapunktinum þegar um tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hákon Arnar gulltryggði svo öruggan 4-1 sigur FCK með marki á 79. mínútu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.