Fótbolti

Union Berlin komið á topp þýsku deildarinnar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Union Berlin geta verið sáttur með gang mála hjá sínu liði.
Stuðningsmenn Union Berlin geta verið sáttur með gang mála hjá sínu liði. Vísir/Getty

Union Berlin er komið í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en liðið vann sigur á Mainz á heimavelli sínum í dag. Þá vann Dortmund stórsigur á Freiburg.

Union Berlin hefur gengið vel að undanförnu en fyrir leikinn í dag hafði liðið unnið þrjá leiki í röð í deild og bikar og sátu í öðru sæti Bundesligunnar, einu stigi á eftir Bayern Munchen.

Kevin Behrens kom Union Berlin í 1-0 á 32.mínútu leiksins í dag og þannig var staðan í hálfleik. Gestirnir frá Mainz jöfnuðu metin úr vítaspyrnu á 78.mínútu en Bandaríkjamaðurinn Jordan Siebatcheu skoraði sigurmark Union á 84.mínútu leiksins.

Með sigrinum fer Union Berlin upp fyrir Bayern Munchen og í toppsæti deildarinnar. Margfaldir meistarar Bayern eiga leik á morgun gegn Wolfsburg á útivelli og geta þá náð toppsætinu á nýjan leik.

Borussia Dortmund er sömuleiðis með í toppbaráttunni en þeir jöfnuðu Bayern Munchen að stigum með 5-1 sigri á Freiburg á heimavelli í dag. 

Nico Schlotterback, Karim Adeyemi, Sebastian Haller, Julian Brandt og Giovanni Reyna skoruðu mörk Dortmund í dag en Dortmund skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik eftir að staðan í leikhléi var 1-1.

Önnur úrslit í þýska boltanum:

FC Köln - RB Leipzig 0-0

Eintracht Frankfurt - Hertha Berlin 3-0

Vfl Bochum - Hoffenheim 5-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×