Arnór í viðtali við Aftonbladet: Margir í Rússlandi sem eiga þetta ekki skilið Smári Jökull Jónsson skrifar 4. febrúar 2023 11:46 Arnór Sigurðsson segir framtíðina hjá CSKA óljósa. Norrköping Arnór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu segir í viðtali við sænska Aftonbladet að framtíð hans hjá rússneska félaginu CSKA sé óljós. Hann segir alla vilja að stríðsátökunum í Úkraínu ljúki. Árið 2018 gekk Arnór Sigurðsson til liðs við liðs CSKA í Moskvu en þangað hafði hann komið frá sænska liðinu Norrköping þar sem hann sló í gegn. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir tæpu ári síðan var Arnór á láni hjá ítalska liðinu Venezia en sneri aftur til Norrköping síðasta sumar. Í kjölfar þess að stríðið í Úkraínu braust út voru samningar erlendra leikmanna í Rússlandi settir á ís og gildir það fyrirkomulag út júní næstkomandi. Í viðtali við sænska Aftonbladet segist Arnór ekki vita hvað muni gerast í sumar. „Ég reyni að hugsa ekki um það. Mér líður mjög vel í IFK Norrköping og að búa í borginni. Ég nýt mín á hverjum degi, ég nýt þess að fara á æfingarnar og spila leikina. Ég geri mitt besta á hverjum degi og ef ég geri vel þá gerast góðir hlutir. En ég veit ekki hvernig framtíðin lítur út,“ segir Arnór í viðtali við blaðamann Aftonbladet sem hitti hann í æfingaferð Norrköping á Spáni. Arnór vill ekki segja mikið um það hvort hann gæti hugsað sér að neita að spila fyrir CSKA. „Það er ákvörðun sem ég þarf að taka þegar ég veit hverjar forsendurnar eru. Ég þarf að ræða það við umboðsmenn mína og ráðgjafa.“ Segir tapaða peninga ekki skipta máli í samhenginu „Ég hef tapað miklum peningum en ég hef spilað erlendis í fimm ár og þénað mikla peninga. Í þessari stöðu eru peningar alls ekki allt. Það eru margir sem þetta hefur haft mun verri áhrif á.“ Arnór segir að hann hafi komið til Norrköping til að finna sjálfan sig á nýjan leik og segir að það skipti máli fyrir hann að líða vel utan vallar ef hann ætlar að standa sig á vellinum. Erlendir íþróttamenn sem eru á samningi hjá rússneskum íþróttafélögum hafa sumir hverjir lent í vandræðum þegar þeir hafa tjáð sig um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Arnór segist einfaldlega vona til þess að stríðinu ljúki sem fyrst. „Það sem er að gerast er hræðilegt. Það eru svo margir einstaklingar í Rússlandi sem eiga þetta ekki skilið. Það eru margt gott fólk í kringum CSKA og þetta er flott félag, í hæsta klassa. Það er ótrúlega leiðinlegt að staðan sé eins og hún er.“ „Ég og allir vonumst til þess að stríðinu ljúki.“ Segist ekki ræða stríðið mikið við rússneska vini sína Arnór var hjá CSKA í þrjú tímabil áður en hann var lánaður til ítalska liðsins Venezia. Á fyrsta tímabilinu skoraði hann sjö mörk og lagði upp tvö í leikjum sínum í rússnesku deildinni og Meistaradeildinni með CSKA. Tækifærunum fór síðan að fækka og Arnór var lánaður til Venezia sumarið 2021. Arnór segir að forráðamenn Venezia hafi sagt við hann að hann yrði lykilmaður hjá liðinu. „Síðan keyptu þeir tíu leikmenn og þetta varð alls ekki eins og þeir sögðu. Þetta var ekki gott. Það er mjög gott að vera heima í Norrköping akkúrat núna,“ en Arnór kom aftur til Svþjóðar í júlí í fyrra. Arnór í búningi Venezia.Vísir/Getty Arnór segist ekki mikið hafa rætt stríðið við rússneska vini sína. „Ég á nokkra rússneska vini en ég hef ekki talað mjög mikið við þá. Það er mest „Hvernig hefur þú það?“ en ekki mikið um stríðið. Erlendu leikmennirnir sem ég þekkti best eru farnir, við höfum talað meira við hvern annan,“ segir Arnór. Hann segir að hann hafi kunnað vel við sig í Moskvu. „Mér líkaði afskaplega vel að búa í Moskvu, það er flott borg. Allt sem hefur gerst er sorglegt og leiðinlegt. Hlutir sem þessir eiga ekki að gerast á okkar tímum.“ „Það er þar sem ég vill vera“ Eins og áður segir verður Arnór hjá Norrköping út júní hið minnsta en frysting samninga erlendra leikmanna í Rússlandi gildir þangað til. „Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni eftir að maður hefur tekið sínar ákvarðanir. Þegar ég flutti til Rússlands árið 2018 gerði ég ekki ráð fyrir að þeir myndu hefja stríð árið 2022.“ Hann segir metnað sinn liggja í stærstu deildum Evrópu. „Ég held að allir skilji að ég vill spila á hæsta stigi. Ég veit að ég get það og ég vil sýna það sömuleiðis. Ef það verður núna í sumar þá er það gott fyrir mig, en ég loka engum dyrum gagnvart IFK Norrköping heldur.“ „Ég vill spila í stórri deild á móti bestu liðunum. Ég hef gert það áður, ég hef spilað í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Það er þar sem ég vill vera. Þegar ég var á Ítalíu og fékk ekki að spila þá var fótboltinn ekki skemmtilegur. Þetta þarf að vera félag og umhverfi sem gengur upp fyrir mig.“ Sænski boltinn Rússneski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Árið 2018 gekk Arnór Sigurðsson til liðs við liðs CSKA í Moskvu en þangað hafði hann komið frá sænska liðinu Norrköping þar sem hann sló í gegn. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir tæpu ári síðan var Arnór á láni hjá ítalska liðinu Venezia en sneri aftur til Norrköping síðasta sumar. Í kjölfar þess að stríðið í Úkraínu braust út voru samningar erlendra leikmanna í Rússlandi settir á ís og gildir það fyrirkomulag út júní næstkomandi. Í viðtali við sænska Aftonbladet segist Arnór ekki vita hvað muni gerast í sumar. „Ég reyni að hugsa ekki um það. Mér líður mjög vel í IFK Norrköping og að búa í borginni. Ég nýt mín á hverjum degi, ég nýt þess að fara á æfingarnar og spila leikina. Ég geri mitt besta á hverjum degi og ef ég geri vel þá gerast góðir hlutir. En ég veit ekki hvernig framtíðin lítur út,“ segir Arnór í viðtali við blaðamann Aftonbladet sem hitti hann í æfingaferð Norrköping á Spáni. Arnór vill ekki segja mikið um það hvort hann gæti hugsað sér að neita að spila fyrir CSKA. „Það er ákvörðun sem ég þarf að taka þegar ég veit hverjar forsendurnar eru. Ég þarf að ræða það við umboðsmenn mína og ráðgjafa.“ Segir tapaða peninga ekki skipta máli í samhenginu „Ég hef tapað miklum peningum en ég hef spilað erlendis í fimm ár og þénað mikla peninga. Í þessari stöðu eru peningar alls ekki allt. Það eru margir sem þetta hefur haft mun verri áhrif á.“ Arnór segir að hann hafi komið til Norrköping til að finna sjálfan sig á nýjan leik og segir að það skipti máli fyrir hann að líða vel utan vallar ef hann ætlar að standa sig á vellinum. Erlendir íþróttamenn sem eru á samningi hjá rússneskum íþróttafélögum hafa sumir hverjir lent í vandræðum þegar þeir hafa tjáð sig um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Arnór segist einfaldlega vona til þess að stríðinu ljúki sem fyrst. „Það sem er að gerast er hræðilegt. Það eru svo margir einstaklingar í Rússlandi sem eiga þetta ekki skilið. Það eru margt gott fólk í kringum CSKA og þetta er flott félag, í hæsta klassa. Það er ótrúlega leiðinlegt að staðan sé eins og hún er.“ „Ég og allir vonumst til þess að stríðinu ljúki.“ Segist ekki ræða stríðið mikið við rússneska vini sína Arnór var hjá CSKA í þrjú tímabil áður en hann var lánaður til ítalska liðsins Venezia. Á fyrsta tímabilinu skoraði hann sjö mörk og lagði upp tvö í leikjum sínum í rússnesku deildinni og Meistaradeildinni með CSKA. Tækifærunum fór síðan að fækka og Arnór var lánaður til Venezia sumarið 2021. Arnór segir að forráðamenn Venezia hafi sagt við hann að hann yrði lykilmaður hjá liðinu. „Síðan keyptu þeir tíu leikmenn og þetta varð alls ekki eins og þeir sögðu. Þetta var ekki gott. Það er mjög gott að vera heima í Norrköping akkúrat núna,“ en Arnór kom aftur til Svþjóðar í júlí í fyrra. Arnór í búningi Venezia.Vísir/Getty Arnór segist ekki mikið hafa rætt stríðið við rússneska vini sína. „Ég á nokkra rússneska vini en ég hef ekki talað mjög mikið við þá. Það er mest „Hvernig hefur þú það?“ en ekki mikið um stríðið. Erlendu leikmennirnir sem ég þekkti best eru farnir, við höfum talað meira við hvern annan,“ segir Arnór. Hann segir að hann hafi kunnað vel við sig í Moskvu. „Mér líkaði afskaplega vel að búa í Moskvu, það er flott borg. Allt sem hefur gerst er sorglegt og leiðinlegt. Hlutir sem þessir eiga ekki að gerast á okkar tímum.“ „Það er þar sem ég vill vera“ Eins og áður segir verður Arnór hjá Norrköping út júní hið minnsta en frysting samninga erlendra leikmanna í Rússlandi gildir þangað til. „Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni eftir að maður hefur tekið sínar ákvarðanir. Þegar ég flutti til Rússlands árið 2018 gerði ég ekki ráð fyrir að þeir myndu hefja stríð árið 2022.“ Hann segir metnað sinn liggja í stærstu deildum Evrópu. „Ég held að allir skilji að ég vill spila á hæsta stigi. Ég veit að ég get það og ég vil sýna það sömuleiðis. Ef það verður núna í sumar þá er það gott fyrir mig, en ég loka engum dyrum gagnvart IFK Norrköping heldur.“ „Ég vill spila í stórri deild á móti bestu liðunum. Ég hef gert það áður, ég hef spilað í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Það er þar sem ég vill vera. Þegar ég var á Ítalíu og fékk ekki að spila þá var fótboltinn ekki skemmtilegur. Þetta þarf að vera félag og umhverfi sem gengur upp fyrir mig.“
Sænski boltinn Rússneski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira