Glænýr Land Cruiser sem betur fer í bílskúrnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2023 16:38 Veðrið hefur verið leiðinilegt víða um land undanfarið. Von er á næstu lægð strax á sunnudaginn. Vísir/Einar Stærðarinnar ösp varð vindinum að bráð við Digranesheiði í Kópavogi á þriðja tímanum. Tilviljun réð því að öspin féll ekki á glænýjan Land Cruiser sem var aldrei þessu vant inni í bílskúr. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, íbúi á Digranesheiði, segist hafa verið á leiðinni út í búð eftir hádegið þegar þau urðu vör við að annar helmingur á tvístofna ösp hafði fallið til jarðar. Hann lokaði innkeyrslu nágranna þeirra. Við komuna heim úr búðinni hafi þau heyrt í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og þaðan mættu vaskir menn. Þeir skáru niður annan helminginn og mátu auk þess hin helming asparinnar svo illa farinn að réttast væri að taka hann niður líka. Bitar af öspinni sem slökkviliðið sagaði niður til að minnka hættuna.Vísir/Einar Stormur er víða um land í dag og bálhvasst á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal í Kópavogi. Ragnheiður Hrefna segist varla hafa getað staðið sjálf og þurft að grípa til aðgerða til að grill og borð utandyra yrði ekki vindinum að bráð. Mildi má þykja að enginn hafi orðið fyrir öspinni þegar hún féll sem fyrr segir á gönguleið milli húsa. Fylgir sögunni að nágranni Ragnheiðar Hrefnu hafði fyrir tilviljun ekið nýjum jeppa sínum inn í bílskúr. Bíll sem alla jafna stendur í innkeyrslunni. Fyrir vikið slapp hann við tréð sem féll í tóma innkeyrsluna. Veðrið hefur haft áhrif víða um land í dag. Ferðamenn keyrðu út af veginum um Víkurskarð og þá fór rúta með ferðamenn út af Ólafsfjarðarvegi. Engin slys urðu á fólki. Kópavogur Veður Tengdar fréttir Keyrðu út af í Víkurskarði: „Helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb“ Skilyrði til aksturs voru slæm á Norðurlandi í dag en bíll fór út af veginum og festist í Víkurskarði í Þingeyjarsveit. 3. febrúar 2023 16:31 Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. 3. febrúar 2023 12:30 Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, íbúi á Digranesheiði, segist hafa verið á leiðinni út í búð eftir hádegið þegar þau urðu vör við að annar helmingur á tvístofna ösp hafði fallið til jarðar. Hann lokaði innkeyrslu nágranna þeirra. Við komuna heim úr búðinni hafi þau heyrt í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og þaðan mættu vaskir menn. Þeir skáru niður annan helminginn og mátu auk þess hin helming asparinnar svo illa farinn að réttast væri að taka hann niður líka. Bitar af öspinni sem slökkviliðið sagaði niður til að minnka hættuna.Vísir/Einar Stormur er víða um land í dag og bálhvasst á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal í Kópavogi. Ragnheiður Hrefna segist varla hafa getað staðið sjálf og þurft að grípa til aðgerða til að grill og borð utandyra yrði ekki vindinum að bráð. Mildi má þykja að enginn hafi orðið fyrir öspinni þegar hún féll sem fyrr segir á gönguleið milli húsa. Fylgir sögunni að nágranni Ragnheiðar Hrefnu hafði fyrir tilviljun ekið nýjum jeppa sínum inn í bílskúr. Bíll sem alla jafna stendur í innkeyrslunni. Fyrir vikið slapp hann við tréð sem féll í tóma innkeyrsluna. Veðrið hefur haft áhrif víða um land í dag. Ferðamenn keyrðu út af veginum um Víkurskarð og þá fór rúta með ferðamenn út af Ólafsfjarðarvegi. Engin slys urðu á fólki.
Kópavogur Veður Tengdar fréttir Keyrðu út af í Víkurskarði: „Helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb“ Skilyrði til aksturs voru slæm á Norðurlandi í dag en bíll fór út af veginum og festist í Víkurskarði í Þingeyjarsveit. 3. febrúar 2023 16:31 Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. 3. febrúar 2023 12:30 Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Keyrðu út af í Víkurskarði: „Helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb“ Skilyrði til aksturs voru slæm á Norðurlandi í dag en bíll fór út af veginum og festist í Víkurskarði í Þingeyjarsveit. 3. febrúar 2023 16:31
Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. 3. febrúar 2023 12:30
Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00