Innlent

Varanlegur heilaskaði og 150 milljóna króna bótakrafa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mennirnir stóðu efst í þessum tröppum þegar annar sparkaði aftan í inn sem hrapaði niður tröppurnar 23. Hann hlaut varanlegan heilaskaða eftir fallið.
Mennirnir stóðu efst í þessum tröppum þegar annar sparkaði aftan í inn sem hrapaði niður tröppurnar 23. Hann hlaut varanlegan heilaskaða eftir fallið. Vísir/Vilhelm

26 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás við Moe's bar í Jafnaseli í fyrra. Gerð er krafa í miska- og skaðabætur upp á 150 milljón króna.

Vísir hefur fjallað um málið en ákærði hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp. Fórnarlambið er rúmlega fertugur karlmaður.

Í ákærunni segir að ákærði hafi komið aftan að manninum þar sem hann stóð utandyra efst í tröppum Moe's bar. Hann hafi fyrirvaralaust sparkað í bak hans þannig að hann féll niður 23 steinsteyptar tröppur. Við það hlaut hann höfuðkúpubrot, dreifðar blæðingar í og við heila beggja vegna, alvarlegan og varanlegan heilaskaða.

Heilaskaðinn felur í sér hugræna skerðingu, málftruflanir og takmarkaðan málskilning.

Fram kom í gæsluvarðhaldskröfu lögreglu í janúar að enn hefði ekki reynst unnt að ræða við manninn sem slasaðist. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél er lykilgagn í málinu þar sem ákærði sést sparka í manninn.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×