„Allt sem átti að vera inni í höfðinu var ekkert inni í höfðinu lengur“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 5. febrúar 2023 09:00 Í nýjasta þætti af Baklandinu var meðal annars rætt við sjúkraflutningamanninn Höskuld Sverri Friðriksson. Stöð 2 „Ég gleymi þessu aldrei því þetta hef ég aldrei séð, fyrr né síðar,“ segir sjúkraflutningamaðurinn Höskuldur Sverrir Friðriksson, sem rætt var við í nýjasta þætti af Baklandinu. Höskuldur hefur starfað sem sjúkraflutningamaður í 36 ár. Í dag er hann sjúkraflutningamaður á Selfossi, en áður starfaði hann við sjúkraflutningar í Bandaríkjunum. „Þegar maður er búinn að vinna við þetta í þetta mörg ár, þá er kannski ekki einhver ein saga sem er merkilegri en aðrar,“ segir hann. Hann rifjar þó upp útkall sem kom þegar hann starfaði sem sjúkraflutningamaður í Fort Lauderdale í Flórída, þar sem var mikið um eiturlyfjasölu. Þar upplifði hann atvik sem hann gleymir aldrei. „Ótrúlegt með hjartað, hvað það nær að slá lengi“ „Við fórum á hótel þar sem einhver viðskipti voru búin að vera í gangi,“ rifjar hann upp. „Það var talað um að þetta væri aftaka. Maður hafði verið skotinn í höfuðið en hann væri ennþá á lífi.“ Höskuldur hafði áður sinnt útköllum þar sem einstaklingur hafði verið skotinn í höfuðið en var ennþá við lífsmark. „Maður sá samt að eiginlega allt sem átti að vera inni í höfðinu, var ekkert inni í höfðinu lengur. Það er ótrúlegt með hjartað, hvað það nær að slá lengi. Þetta var það sem ég hélt ég væri að fara í. Við erum með púls en við erum ekkert að fara bjarga þessum gaur ef hann er skotinn í höfuðið.“ Aldrei upplifað annað eins Þegar Höskuldur kom upp á hótelherbergið blasti við honum ótrúleg sjón. Hinn skotni stóð og ræddi við lögregluna. Þegar Höskuldur kom nær sá hann að hluti af púða stóð út úr hálsinum á viðkomandi. „Ég fer að spyrja hann út í þetta og þá segir hann mér það að þeir hafi sett púða yfir höfuðið á honum og skotið hann í gegnum púðann. Hann ákveður það að vera alveg kyrr. Þegar þeir voru farnir þá náði hann að hringja eftir hjálp.“ Í hálsinum er mikið af æðum, barkinn og vélindað og því afar hættulegt að vera skotinn í hálsinn. Í tilfelli þessa manns virtist hins vegar ekkert af þessum líkamshlutum hafa skaddast. „Hann var stöðugur og hann var stabíll. Einhvern veginn hefur kúlan farið á milli, án þess að fara í nokkuð af þessum hlutum,“ segir Höskuldur sem segist aldrei upplifað annað eins. Maðurinn var skotinn með 9mm byssu og það virtist ekkert vera að honum. Klippa: Baklandið - Kom að manni sem hafði verið skotinn í hálsinn Baklandið Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Hlíðin kom niður og fjallið öskraði: „Eins og maður væri að missa þá“ Aðalheiður Borgþórsdóttir, íbúi á Seyðisfirði, upplifði þá martröð að horfa á stóra aurskriðu lenda á húsi sínu vitandi að eiginmaður hennar og tveir synir væru staddir þar inni. Rætt var við Aðalheiði í nýjasta þætti af Baklandinu. 25. janúar 2023 11:30 „Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum“ Slökkviliðsmaðurinn Einar Örn Jónsson byrjaði ungur að sinna björgunarsveitarstörfum. Hann var staddur á björgunarsveitaræfingu í Borgarfirði þegar það barst útkall sem hann mun aldrei gleyma. Tveir átta ára gamlir drengir höfðu drukknað. 17. janúar 2023 13:36 Sá eftir því að hafa ekki gifst konunni sinni og knúsað krakkana Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsmaður var hætt kominn þegar hann sótti lík leiðsögumanns sem látist hafði í íshelli á Hofsjökli af völdum gasmengunar. Heiðar Örn fór ósofinn í verkefnið, festi fót sinn og litlu munaði að illa færi. 3. janúar 2023 12:31 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Sjá meira
Höskuldur hefur starfað sem sjúkraflutningamaður í 36 ár. Í dag er hann sjúkraflutningamaður á Selfossi, en áður starfaði hann við sjúkraflutningar í Bandaríkjunum. „Þegar maður er búinn að vinna við þetta í þetta mörg ár, þá er kannski ekki einhver ein saga sem er merkilegri en aðrar,“ segir hann. Hann rifjar þó upp útkall sem kom þegar hann starfaði sem sjúkraflutningamaður í Fort Lauderdale í Flórída, þar sem var mikið um eiturlyfjasölu. Þar upplifði hann atvik sem hann gleymir aldrei. „Ótrúlegt með hjartað, hvað það nær að slá lengi“ „Við fórum á hótel þar sem einhver viðskipti voru búin að vera í gangi,“ rifjar hann upp. „Það var talað um að þetta væri aftaka. Maður hafði verið skotinn í höfuðið en hann væri ennþá á lífi.“ Höskuldur hafði áður sinnt útköllum þar sem einstaklingur hafði verið skotinn í höfuðið en var ennþá við lífsmark. „Maður sá samt að eiginlega allt sem átti að vera inni í höfðinu, var ekkert inni í höfðinu lengur. Það er ótrúlegt með hjartað, hvað það nær að slá lengi. Þetta var það sem ég hélt ég væri að fara í. Við erum með púls en við erum ekkert að fara bjarga þessum gaur ef hann er skotinn í höfuðið.“ Aldrei upplifað annað eins Þegar Höskuldur kom upp á hótelherbergið blasti við honum ótrúleg sjón. Hinn skotni stóð og ræddi við lögregluna. Þegar Höskuldur kom nær sá hann að hluti af púða stóð út úr hálsinum á viðkomandi. „Ég fer að spyrja hann út í þetta og þá segir hann mér það að þeir hafi sett púða yfir höfuðið á honum og skotið hann í gegnum púðann. Hann ákveður það að vera alveg kyrr. Þegar þeir voru farnir þá náði hann að hringja eftir hjálp.“ Í hálsinum er mikið af æðum, barkinn og vélindað og því afar hættulegt að vera skotinn í hálsinn. Í tilfelli þessa manns virtist hins vegar ekkert af þessum líkamshlutum hafa skaddast. „Hann var stöðugur og hann var stabíll. Einhvern veginn hefur kúlan farið á milli, án þess að fara í nokkuð af þessum hlutum,“ segir Höskuldur sem segist aldrei upplifað annað eins. Maðurinn var skotinn með 9mm byssu og það virtist ekkert vera að honum. Klippa: Baklandið - Kom að manni sem hafði verið skotinn í hálsinn
Baklandið Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Hlíðin kom niður og fjallið öskraði: „Eins og maður væri að missa þá“ Aðalheiður Borgþórsdóttir, íbúi á Seyðisfirði, upplifði þá martröð að horfa á stóra aurskriðu lenda á húsi sínu vitandi að eiginmaður hennar og tveir synir væru staddir þar inni. Rætt var við Aðalheiði í nýjasta þætti af Baklandinu. 25. janúar 2023 11:30 „Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum“ Slökkviliðsmaðurinn Einar Örn Jónsson byrjaði ungur að sinna björgunarsveitarstörfum. Hann var staddur á björgunarsveitaræfingu í Borgarfirði þegar það barst útkall sem hann mun aldrei gleyma. Tveir átta ára gamlir drengir höfðu drukknað. 17. janúar 2023 13:36 Sá eftir því að hafa ekki gifst konunni sinni og knúsað krakkana Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsmaður var hætt kominn þegar hann sótti lík leiðsögumanns sem látist hafði í íshelli á Hofsjökli af völdum gasmengunar. Heiðar Örn fór ósofinn í verkefnið, festi fót sinn og litlu munaði að illa færi. 3. janúar 2023 12:31 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Sjá meira
Hlíðin kom niður og fjallið öskraði: „Eins og maður væri að missa þá“ Aðalheiður Borgþórsdóttir, íbúi á Seyðisfirði, upplifði þá martröð að horfa á stóra aurskriðu lenda á húsi sínu vitandi að eiginmaður hennar og tveir synir væru staddir þar inni. Rætt var við Aðalheiði í nýjasta þætti af Baklandinu. 25. janúar 2023 11:30
„Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum“ Slökkviliðsmaðurinn Einar Örn Jónsson byrjaði ungur að sinna björgunarsveitarstörfum. Hann var staddur á björgunarsveitaræfingu í Borgarfirði þegar það barst útkall sem hann mun aldrei gleyma. Tveir átta ára gamlir drengir höfðu drukknað. 17. janúar 2023 13:36
Sá eftir því að hafa ekki gifst konunni sinni og knúsað krakkana Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsmaður var hætt kominn þegar hann sótti lík leiðsögumanns sem látist hafði í íshelli á Hofsjökli af völdum gasmengunar. Heiðar Örn fór ósofinn í verkefnið, festi fót sinn og litlu munaði að illa færi. 3. janúar 2023 12:31