Fótbolti

Mæta Sviss og Þórður fer með yngra lið til Danmerkur

Sindri Sverrisson skrifar
Amanda Andradóttir er aðeins 19 ára en verður klárlega í A-landsliðshópnum í apríl, þegar A-, U23- og U19-landsliðin verða öll á ferðinni.
Amanda Andradóttir er aðeins 19 ára en verður klárlega í A-landsliðshópnum í apríl, þegar A-, U23- og U19-landsliðin verða öll á ferðinni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

A-landslið kvenna í fótbolta er á leið á æfingamót til Spánar í þessum mánuði en í dag var einnig tilkynnt um væntanleg verkefni liðsins í apríl.

A-landsliðið mun mæta Sviss í Zürich þann 11. apríl og verður það í níunda sinn sem að liðin mætast. Þau mættust síðast í lokakeppni EM 2017 í Hollandi þar sem Svisslendingar höfðu betur, 2-1. Ísland hefur unnið Sviss tvisvar, síðast í vináttuleik árið 1986.

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari greindi frá því á blaðamannafundi í dag, eftir að hafa tilkynnt hópinn sem fer til Spánar og spilar á Pinatar Cup 15.-21. febrúar, að auk þess að mæta Sviss myndi Ísland einnig mæta öðru landsliði í apríl.

Þá sagði Þorsteinn frá því að U23-landslið Íslands myndi fara til Danmerkur í apríl og spila tvo leiki við heimakonur 3. og 6. apríl. Liðið verður þar undir stjórn Skagamannsins Þórðar Þórðarsonar sem stýrði U19-landsliði kvenna um árabil eða þar til að hann hætti sumarið 2021.

Ljóst er að í leikjunum í Danmörku verða ekki þeir leikmenn sem valdir verða í A- og U19-landsliðin vegna verkefna á sama tíma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.