Fótbolti

Bremer skaut Juventus í undanúrslit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gleison Bremer reyndist hetja Juventus í kvöld.
Gleison Bremer reyndist hetja Juventus í kvöld. Daniele Badolato - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images

Juventus er á leið í undanúrslit ítölsku bikarkeppninnar Coppa Italia í fótbolta eftir 1-0 sigur gegn Lazio í kvöld. 

Gleison Bremer kom heimamönnum í Juventus yfir á lokamínútum fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu frá Filip Kostic og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Þetta reyndist eina mark leiksins og Juventus vann því nauman 1-0 sigur og er á leið í undanúrslit þar sem liðið mætir Inter. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Cremonese og Fiorentina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.