Gleison Bremer kom heimamönnum í Juventus yfir á lokamínútum fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu frá Filip Kostic og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Þetta reyndist eina mark leiksins og Juventus vann því nauman 1-0 sigur og er á leið í undanúrslit þar sem liðið mætir Inter. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Cremonese og Fiorentina.
Full-Time |⌛️| Siamo in semifinale! #JuveLazio #CoppaItaliaFrecciarossa pic.twitter.com/zwMdDuVmnB
— JuventusFC (@juventusfc) February 2, 2023