Hristir hausinn yfir ákvörðun Jóns því vélina megi alls ekki selja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2023 16:37 Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra skilur ekkert í flokksfélaga sínum og núverandi dómsmálaráðherra Vísir/Vilhelm Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra á þeim tíma sem flugvélin TF-SIF varð hluti af flota Landhelgisgæslunnar, er hissa á tíðindum af fyrirhugaðri sölu vélarinnar. Hans skoðun er einföld. Vélina megi alls ekki selja. Þá setur hann spurningamerki við að Ísland vilji ekki stolt leggja sitt af mörkum við gæslustörf fyrir Miðjaðarhafi. Fyrir dyrum stendur að selja flugvélina sökum mikils rekstrarhalla Landhelgisgæslunnar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir vélina kostnaðarsama og lítið notaða. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra frá 2003 til 2009 þegar vélin var tekin í notkun, segir tækjakost hennar hafa valdið byltingu í öllu eftirliti á Norður-Atlantshafi. Björn er hafsjór af fróðleik og rekur sögu flugvéla hjá Gæslunni. „Landhelgisgæslan eignaðist fyrstu flugvél sína 10. desember 1955, Catalina flugbát af gerðinni PBY-6A, TF-RAN. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli notaði flugbátinn til eftirlits og björgunar. Eftir að vélin laskaðist norður í landi keypti flugmálastjórn hana, gerði hana flughæfa og seldi gæslunni. Áhöfn Rán stóð breskan togara að ólöglegum veiðum 18. febrúar 1956. Skipstjórinn neitaði að sigla til hafnar og var hótað að skjóta á skipið. Var því siglt í land,“ segir Björn í færslu á heimasíðu sinni. Árið 1962 hafi gæslan eignast Douglas DC-4 Skymaster flugvél sem hlaut einkennisstafina TF-SIF. „Hún var í eigu gæslunnar til ársins 1971. Í ársbyrjun 1972 keypti gæslan Fokker F-27 200 flugvél af japanska flugfélaginu All-Nippon, TF-SYR. Fokkerinn sannaði fljótt gildi og var keypt samskonar vél sem kom til landsins 14. janúar 1977, TF-SYN. Var hún í þjónustu gæslunnar í rúma þrjá áratugi eða allt þar til Dash 8 Q-300 flugvélin TF-SIF kom til landsins árið 2009.“ TF-SIF var tekin í notkun 1. júlí 2009. „Tækjakostur hennar olli byltingu í öllu eftirliti á Norður-Atlantshafi. Svíar áttu þá þrjár eins vélar og reyndist hagkvæmt að eiga samleið með þeim. Frá því að þáttaskilin urðu með komu TF-SIF hafa miklar breytingar orðið í öllu sem varðar eftirlit á hafinu og umsvif á hafsvæðum sem árið 2009 voru álitin friðsamleg en hafa síðan tekið á sig aðra mynd.“ Björn bendir á að Miðjarðarhaf hafi breyst í flóttahaf frá N-Afríku að sameiginlegum Schengen-landamærum Evrópulanda. „Á sínum tíma sendi íslenska ríkisstjórnin bæði varðskip og TF-SIF til að aðstoða við eftirlit og björgunarstörf á Miðjarðarhafi. Nú hafa flóttaleiðir á sjó færst nær okkur eins og fréttir frá vanda Breta við Ermarsund sýna og sagt er frá flóttabátum við strendur Írlands og Danmerkur. Reynslan sem starfsmenn gæslunnar hafa öðlast af samstarfi við þessi gæslustörf á hafi úti er ómetanleg. Það er einkennilegt að sjá að hér skuli það talið eftir að tæki gæslunnar séu notuð í þessu skyni en það veki ekki stolt að við höfum burði til að leggja okkar af mörkum. Þjóð sem á allar ytri varnir sínar undir öðrum.“ Öryggismál á N-Atlantshafi hafi tekið á sig allt aðra og alvarlegri mynd en var árið 2009 þegar TF-SIF kom til landsins. „Hér skortir rannsóknir og ígrunduð rök þegar að herfræðilegum málefnum kemur og hvernig nýta beri borgaraleg öryggistæki þjóðarinnar sem best í því samhengi. Eitt er þó víst að í því tilliti er fráleitt að nú sé tekin ákvörðun um að leggja TF-SIF eða jafnvel selja vélina.“ Öryggis- og varnarmál Landhelgisgæslan Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Fyrir dyrum stendur að selja flugvélina sökum mikils rekstrarhalla Landhelgisgæslunnar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir vélina kostnaðarsama og lítið notaða. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra frá 2003 til 2009 þegar vélin var tekin í notkun, segir tækjakost hennar hafa valdið byltingu í öllu eftirliti á Norður-Atlantshafi. Björn er hafsjór af fróðleik og rekur sögu flugvéla hjá Gæslunni. „Landhelgisgæslan eignaðist fyrstu flugvél sína 10. desember 1955, Catalina flugbát af gerðinni PBY-6A, TF-RAN. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli notaði flugbátinn til eftirlits og björgunar. Eftir að vélin laskaðist norður í landi keypti flugmálastjórn hana, gerði hana flughæfa og seldi gæslunni. Áhöfn Rán stóð breskan togara að ólöglegum veiðum 18. febrúar 1956. Skipstjórinn neitaði að sigla til hafnar og var hótað að skjóta á skipið. Var því siglt í land,“ segir Björn í færslu á heimasíðu sinni. Árið 1962 hafi gæslan eignast Douglas DC-4 Skymaster flugvél sem hlaut einkennisstafina TF-SIF. „Hún var í eigu gæslunnar til ársins 1971. Í ársbyrjun 1972 keypti gæslan Fokker F-27 200 flugvél af japanska flugfélaginu All-Nippon, TF-SYR. Fokkerinn sannaði fljótt gildi og var keypt samskonar vél sem kom til landsins 14. janúar 1977, TF-SYN. Var hún í þjónustu gæslunnar í rúma þrjá áratugi eða allt þar til Dash 8 Q-300 flugvélin TF-SIF kom til landsins árið 2009.“ TF-SIF var tekin í notkun 1. júlí 2009. „Tækjakostur hennar olli byltingu í öllu eftirliti á Norður-Atlantshafi. Svíar áttu þá þrjár eins vélar og reyndist hagkvæmt að eiga samleið með þeim. Frá því að þáttaskilin urðu með komu TF-SIF hafa miklar breytingar orðið í öllu sem varðar eftirlit á hafinu og umsvif á hafsvæðum sem árið 2009 voru álitin friðsamleg en hafa síðan tekið á sig aðra mynd.“ Björn bendir á að Miðjarðarhaf hafi breyst í flóttahaf frá N-Afríku að sameiginlegum Schengen-landamærum Evrópulanda. „Á sínum tíma sendi íslenska ríkisstjórnin bæði varðskip og TF-SIF til að aðstoða við eftirlit og björgunarstörf á Miðjarðarhafi. Nú hafa flóttaleiðir á sjó færst nær okkur eins og fréttir frá vanda Breta við Ermarsund sýna og sagt er frá flóttabátum við strendur Írlands og Danmerkur. Reynslan sem starfsmenn gæslunnar hafa öðlast af samstarfi við þessi gæslustörf á hafi úti er ómetanleg. Það er einkennilegt að sjá að hér skuli það talið eftir að tæki gæslunnar séu notuð í þessu skyni en það veki ekki stolt að við höfum burði til að leggja okkar af mörkum. Þjóð sem á allar ytri varnir sínar undir öðrum.“ Öryggismál á N-Atlantshafi hafi tekið á sig allt aðra og alvarlegri mynd en var árið 2009 þegar TF-SIF kom til landsins. „Hér skortir rannsóknir og ígrunduð rök þegar að herfræðilegum málefnum kemur og hvernig nýta beri borgaraleg öryggistæki þjóðarinnar sem best í því samhengi. Eitt er þó víst að í því tilliti er fráleitt að nú sé tekin ákvörðun um að leggja TF-SIF eða jafnvel selja vélina.“
Öryggis- og varnarmál Landhelgisgæslan Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira