Lífið

Fjórði þáttur af Körrent: Bassi Maraj og Guðjón Smári

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Körrent eru viðtals- og skemmtiþættir þar sem við fylgjumst grant með því sem er í gangi í menningar- og skemmtanalífinu hér á Íslandi hverju sinni.
Körrent eru viðtals- og skemmtiþættir þar sem við fylgjumst grant með því sem er í gangi í menningar- og skemmtanalífinu hér á Íslandi hverju sinni. Vísir

Fjórði þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.

Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth ræða við raunveruleikastjörnuna og rapparann Bassa Maraj um þær breytingar sem hafa átt sér stað í lífi hans síðustu ár ásamt því að fara í æsispennandi hraðaspurningar. 

Þar á eftir kíkir Guðjón Smári fyrrum Idol keppandi í sett til okkar og ræðir hvað hann lærði af Idolinu ásamt því að gefa okkur innsýn í það sem er fram undan hjá þessari rísandi stjörnu.

Þáttinn má horfa á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Körrent - Bassi Maraj og Guðjón Smári

Í þáttunum Körrent ætla þau Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth að vera með puttann á púlsinum á Idolinu næstu vikurnar ásamt því að fylgjast grant með víbrum borgarinnar og öllu sem er körrent í íslensku samfélagi í dag, hvort sem það er djammið eða háfleygir menningarviðburðir.

Þættirnir verða aðgengilegir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera í dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.


Tengdar fréttir

„Þetta er náttúrulega bara rugl“

Hinn 24 ára gamli Guðjón Smári kvaddi Idol keppnina á föstudag. Hann heillaði dómara og áhorfendur strax frá fyrstu prufu.

Skemmtilegast að syngja og reyna við fólk

Annar þáttur af Körrent fór í loftið síðastliðið fimmtudagskvöld en þar var meðal annars rætt við tónlistarkonuna Ásdísi. Lögin hennar hafa slegið í gegn víða um heiminn en nýlega hélt hún vel sótta tónleika á Húrra, þar sem stemningin var gríðarleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×