Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth ræða við raunveruleikastjörnuna og rapparann Bassa Maraj um þær breytingar sem hafa átt sér stað í lífi hans síðustu ár ásamt því að fara í æsispennandi hraðaspurningar.
Þar á eftir kíkir Guðjón Smári fyrrum Idol keppandi í sett til okkar og ræðir hvað hann lærði af Idolinu ásamt því að gefa okkur innsýn í það sem er fram undan hjá þessari rísandi stjörnu.
Þáttinn má horfa á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Í þáttunum Körrent ætla þau Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth að vera með puttann á púlsinum á Idolinu næstu vikurnar ásamt því að fylgjast grant með víbrum borgarinnar og öllu sem er körrent í íslensku samfélagi í dag, hvort sem það er djammið eða háfleygir menningarviðburðir.
Þættirnir verða aðgengilegir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera í dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.