Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, málþóf á Alþingi og sameiningu ríkisstofnana svo nokkuð sé nefnt. 

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun.

Þingmenn, með Pírata í forystu, hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög í rúmar þrjátíu klukkustundir frá því Alþingi kom saman eftir áramót. 

Tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið verða brátt sameinaðar í þrjár. Markmiðið er að efla undirstofnanir ráðuneytisins og auka rekstrarhagkvæmni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×