Tíu stofnanir verða að þremur Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2023 10:51 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti áformin á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Vísir/Arnar Halldórs Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti þessi áform á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Þau voru síðan kynnt starfsmönnum stofnananna í morgun. Vinna við verkefnið hófst í fyrrasumar en meðal þess sem gert hefur verið var að kanna sjónarmið starfsmanna. Stærstur hluti þeirra taldi tækifæri felast í sameinungi stofnananna. Þrjár nýjar stofnanir verða til. Vatnajökulsþjóðgarður, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, náttúruverndarsvið Umhverfisstofnunar og Minjastofnun verða að Náttúruverndar- og minjastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofa Íslands, Landmælingar Íslands, ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn verða að Náttúruvísindastofnun og Orkustofnun og öll svið Umhverfisstofnunar utan náttúruverndarsviðs verða að Loftslagsstofnun. „Með nýju stofnanaskipulagi er stefnt að því að auka skilvirkni og draga úr sóun sem hlýst af tvítekningu og skorti á samstarfi. Einnig eru mikil sóknarfæri í fjölgun starfa á landsbyggðinni, fjölgun á störfum óháð staðsetningu og uppbyggingu eftirsóknarverðra vinnustaða,“ er haft eftir Guðlaugi Þór í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Markmiðið með sameiningunni er meðal annars að búa til stærri, kröftugri stofnanir sem geta tekist á við áskoranir til framtíðar, efla þekkingar- og fræðasamfélag og nýsköpun í opinberum rekstri, fjölga störfum á landsbyggðinni og auka rekstrarhagkvæmni. Nú er í undirbúningi að setja af stað vinnu með fulltrúum stofnananna varðandi mannauðsmál, húsnæðismál og upplýsingatækni. Gert er ráð fyrir að vinna með lagafrumvörp um nýju stofnanirnar þrjár verði í forgangi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Þingvellir Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti þessi áform á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Þau voru síðan kynnt starfsmönnum stofnananna í morgun. Vinna við verkefnið hófst í fyrrasumar en meðal þess sem gert hefur verið var að kanna sjónarmið starfsmanna. Stærstur hluti þeirra taldi tækifæri felast í sameinungi stofnananna. Þrjár nýjar stofnanir verða til. Vatnajökulsþjóðgarður, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, náttúruverndarsvið Umhverfisstofnunar og Minjastofnun verða að Náttúruverndar- og minjastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofa Íslands, Landmælingar Íslands, ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn verða að Náttúruvísindastofnun og Orkustofnun og öll svið Umhverfisstofnunar utan náttúruverndarsviðs verða að Loftslagsstofnun. „Með nýju stofnanaskipulagi er stefnt að því að auka skilvirkni og draga úr sóun sem hlýst af tvítekningu og skorti á samstarfi. Einnig eru mikil sóknarfæri í fjölgun starfa á landsbyggðinni, fjölgun á störfum óháð staðsetningu og uppbyggingu eftirsóknarverðra vinnustaða,“ er haft eftir Guðlaugi Þór í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Markmiðið með sameiningunni er meðal annars að búa til stærri, kröftugri stofnanir sem geta tekist á við áskoranir til framtíðar, efla þekkingar- og fræðasamfélag og nýsköpun í opinberum rekstri, fjölga störfum á landsbyggðinni og auka rekstrarhagkvæmni. Nú er í undirbúningi að setja af stað vinnu með fulltrúum stofnananna varðandi mannauðsmál, húsnæðismál og upplýsingatækni. Gert er ráð fyrir að vinna með lagafrumvörp um nýju stofnanirnar þrjár verði í forgangi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Þingvellir Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Sjá meira