Fótbolti

Nýliðarnir fá þrefaldan Evrópumeistara

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Keylor Navas er genginn í raðir Nottingham Forest.
Keylor Navas er genginn í raðir Nottingham Forest. Getty Images

Nýliðar Nottingham Forest hafa fengið markvörðinn Keylor Navas á láni frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain. 

Á ferli sínum hefur Navas orðið spænskur meistari með Real Madrid og franskur meistari með PSG í tvígang. Þá hefur hann unnið bikartitla með báðum liðum, ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu þrisvar sinnum með Real Madrid.

Hann fær nú öðruvísi verkefni þar sem hann verður að berjast í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar með Nottingham Forest. Navas mun koma til með að leysa Dean Henderson af hólmi, en sá enski meiddist á dögunum og verður frá í allt að sex vikur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.