Þetta var í annað skipti sem liðin þurftu að mætast í fjórðu umferð FA-bikarsins þar sem fyrri leikur liðanna endaði með 2-2 jafntefli.
Ekki tókst að aðskilja liðin í venjulegum leiktíma í kvöld þar sem staðan var enn markalaus og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara.
Það dró loksins til tíðinda á 100. mínútu leiksins þegar Bandaríkjamaðurinn Auston Trusty í liði Birmingham varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og niðurstðan því 1-0 sigur Blackburn.
Blackburn er því á leið í 16-liða úrslit FA-bikarsins á kostnað Birmingham þar sem liðið mætir Leicester.