Jorginho skrifar undir átján mánaða langan samning við Arsenal, en möguleiki er á framlengingu um eitt ár.
Þessi 31 árs gamli miðjumaður hefur leikið með Chelsea frá árinu 2018, en áður var hann á mála hjá Napoli og Hellas Verona. Með Chelse lék Jorginho 143 deildarleiki og skoraði í þeim 21 mark.
Welcome to The Arsenal, Jorginho 👊 pic.twitter.com/jHXqAUBKKQ
— Arsenal (@Arsenal) January 31, 2023
Jorginho hefur átt afar farsælan feril eftir að hann gekk í raðir Chelsea, en með fálaginu vann hann Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina, Heimsmeistaramót félagsliða og Ofurbikar Evrópu. Þá varð hann einnig Evrópumeistari með ítalska landsliðinu árið 2020.