Fótbolti

Jorginho genginn í raðir Arsenal

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jorginho er orðinn leikmaður Arsenal.
Jorginho er orðinn leikmaður Arsenal. Arsenal

Ítalski knattspyrnumaðurinn Jorginho er genginn til liðs við Arsenal frá Chelsea fyrir tólf milljónir punda, eða rúma tvo milljarða íslenskra króna.

Jorginho skrifar undir átján mánaða langan samning við Arsenal, en möguleiki er á framlengingu um eitt ár.

Þessi 31 árs gamli miðjumaður hefur leikið með Chelsea frá árinu 2018, en áður var hann á mála hjá Napoli og Hellas Verona. Með Chelse lék Jorginho 143 deildarleiki og skoraði í þeim 21 mark.

Jorginho hefur átt afar farsælan feril eftir að hann gekk í raðir Chelsea, en með fálaginu vann hann Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina, Heimsmeistaramót félagsliða og Ofurbikar Evrópu. Þá varð hann einnig Evrópumeistari með ítalska landsliðinu árið 2020.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.