Innlent

Stór flug­eldur sprengdur innan veggja Hlíða­skóla

Bjarki Sigurðsson skrifar
Atvikið átti sér stað innan veggja Hlíðaskóla í Reykjavík.
Atvikið átti sér stað innan veggja Hlíðaskóla í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Stór flugeldur var sprengdur inni á salerni í Hlíðaskóla í Reykjavík rétt eftir klukkan eitt í dag. Skólastjórn skólans hefur óskað eftir ábendingum frá foreldrum með frekari upplýsingar um málið.

Fréttablaðið greinir frá og vitnar í tölvupóst sem Berglind Stefánsdóttir, skólastjóri Hlíðaskóla, sendi á foreldra í dag. Hurð salernisins var opin þegar flugeldurinn var sprengdur og segir í póstinum að það sé mesta mildi að þeir sem áttu leið fram hjá hafi ekki slasast. 

„Þetta er að mínu mati tilraun til íkveikju, almennu öryggi nemenda og starfsfólks var ógnað,“ segir í póstinum. 

Í grein Fréttablaðsins kemur fram að þetta sé í þriðja sinn í janúar sem alvarlegt atvik sem þetta á sér stað innan veggja Hlíðaskóla. Fram kemur að þann 5. janúar hafi sprengju verið kastað inn á gang í skólanum og að daginn áður hafi samskonar atvik átt sér stað. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.