Fótbolti

Segir að Hákon Arnar fari ekki fet

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson í leik gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu.
Hákon Arnar Haraldsson í leik gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu. Joachim Bywaletz/Getty Images

Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, segir að Hákon Arnar Haraldsson fari ekki fet áður en félagaskiptaglugginn. Red Bull Salzburg frá Austurríki hefur borið víurnar í þennan unga og efnilega leikmann en FCK er ekki tilbúið að selja.

Þetta staðfest Neestrup í samtalið við danska knattspyrnuvefinn Bold.dk. Þar segir hann að um sögusagnir sé að ræða og að Hákon Arnar verði áfram í Kaupmannahöfn.

„Það hafa einnig verið orðrómar um aðra leikmenn en þetta er hluti af þessu. Þessir orðrómar trufla mig ekki neitt. 99 prósent af þessum orðrómum eru ósannir hvort eð er.“

„Þetta pirrar mig því ekkert en ef þið spyrjið mig tíu sinnum til viðbótar gæti ég orðið pirraður,“ sagði Neestrup hlæjandi við blaðamenn Bold.dk.

Hinn 19 ára gamli Hákon Arnar hefur spilað mjög vel með FCK á leiktíðinni. Hann skoraði meðal annars gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu og það er því skiljanlegt að félagið sé ekki tilbúið að selja Íslendinginn unga nema ásættanlegt tilboð berist.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.