Aron Einar var á sínum stað í miðri þriggja manna vörn Al Arabi í dag en kom engum vörnm við þegar Omar Al-Amadi kom Qatar SC yfir á 13. mínútu. Aðeins fimm mínútum síðar var staðan orðin 2-0.
Hilal Mohammed minnkaði muninn fyrir gestina í Al Arabi á 25. mínútu og þar við sat í fyrri hálfleik, staðan 2-1 þegar honum lauk. Á 69. mínútu gerði Ben Malango Ngita svo gott sem út um leikinn með þriðja marki heimaliðsins en Aron Einar gaf gestunum von þegar hann skoraði glæsilegt skallamark á 82. mínútu.
- Aron Gunnarsson@QatarSportClub 3-[2] @alarabi_club
— Qatar Stars League (@QSL_EN) January 30, 2023
Week 12 | #QNBstarsLeague pic.twitter.com/4EeFZYGNNh
Á 88. mínútu fékk Bashar Resan sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði heimamanna og gestirnir því manni fleiri það sem eftir lifði leiks. Þeir gerðu hvað þeir gátu til að finna jöfnunarmarkið en það tókst ekki og lauk leiknum því með 3-2 sigri Qatar sem er nú aðeins þremur stigum á eftir Al Arabi í töflunni.
Al Arabi er í 2. sæti með 22 stig, fjórum minna en Al-Duhail, eftir 11 leiki. Qatar SC er í 3. sæti með 19 stig og á leik til góða.