Innlent

Loka veg­köflum undir Eyja­fjöllum, við Reynis­fjall og á Lyng­dals­heiði

Bjarki Sigurðsson skrifar
Veginum við Reynisfjall hefur verið lokað vegna veðurs.
Veginum við Reynisfjall hefur verið lokað vegna veðurs.

Veginum undir Eyjafjöllum sem liggur frá Markarfljóti til Víkur í Mýrdal hefur verið lokað. Þá hefur veginum við Reynisfjall verið lokað, sem og Lyngdalsheiði. 

Vonskuveður er á nánast öllu landinu í dag og eru ýmist gular eða appelsínugular viðvaranir í gildi og verða það fram á nótt. Öllu innanlandsflugi varfyrr í dag aflýst og óvissustigi almannavarna lýst yfir. 

Nokkrum vegköflum á Suðurlandi hefur verið lokað, meðal annars undir Eyjafjöllum og Lyngdalsheiði. Óvissustig er á helstu vegum landsins. Þá verður Dynjandisheiði ekki mokuð í dag. 

Mjúklokanir eru á Hellisheiði og Þrengslum sem þýðir að björgunarsveitarfólk eru við lokunarpósta til að beina fólki áfram. Mögulegt er að vegunum verði lokað alveg eftir því sem veður versnar.

Uppfært klukkan 16:23:

Mosfellsheiðinni hefur verið lokað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.