Fótbolti

Jón Dagur skoraði í jafn­tefli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Dagur skoraði mark Leuven í dag.
Jón Dagur skoraði mark Leuven í dag. Twitter@OHLeuven

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark Leuven í 1-1 jafntefli liðsins gegn St. Truiden í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Jón Dagur og félagar lentu undir í fyrri hálfleik en komu til baka í síðari hálfleik og jöfnuðu metin. Liðið fékk vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik sem Jón Dagur tók og skoraði af öryggi úr.

Jón Dagur spilaði allan leikinn sem endaði með 1-1 jafntefli. Leuven er í 9. sæti með 31 stig að loknum 23 leikjum en St. Truiden er sæti ofar með stigi meira.

Í belgísku B-deildinni var Kolbeinn Þórðarson í byrjunarliði Lommel sem gerði 1-1 jafntefli við Dender. Kolbeinn var tekinn af velli á 57. mínútu. Lommel er í 4. sæti með 31 stig eftir 20 leiki.

Í Grikklandi voru Samúel Kári Friðjónsson og Viðar Örn Kjartansson í byrjunarliði Atromitos sem gerði 1-1 jafntefli við Giannina á útivelli. Samúel Kári nældi sér í gult spjald áðru en hann var tekinn af velli á 58. mínútu. Viðar Örn var tekinn af velli á sama tíma. 

Atromitos er í 7. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 20 leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.