Jón Dagur og félagar lentu undir í fyrri hálfleik en komu til baka í síðari hálfleik og jöfnuðu metin. Liðið fékk vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik sem Jón Dagur tók og skoraði af öryggi úr.
Jón Dagur spilaði allan leikinn sem endaði með 1-1 jafntefli. Leuven er í 9. sæti með 31 stig að loknum 23 leikjum en St. Truiden er sæti ofar með stigi meira.
Jon Thorsteinsson stuurt Schmidt naar de verkeerde kant en de bordjes hangen gelijk!
— OH Leuven (@OHLeuven) January 28, 2023
54' | | 1-1 | #OHLSTV https://t.co/XiA1o09X4P pic.twitter.com/7MaJY99dFt
Í belgísku B-deildinni var Kolbeinn Þórðarson í byrjunarliði Lommel sem gerði 1-1 jafntefli við Dender. Kolbeinn var tekinn af velli á 57. mínútu. Lommel er í 4. sæti með 31 stig eftir 20 leiki.
Í Grikklandi voru Samúel Kári Friðjónsson og Viðar Örn Kjartansson í byrjunarliði Atromitos sem gerði 1-1 jafntefli við Giannina á útivelli. Samúel Kári nældi sér í gult spjald áðru en hann var tekinn af velli á 58. mínútu. Viðar Örn var tekinn af velli á sama tíma.
Atromitos er í 7. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 20 leiki.