Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.

Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segum við frá glæfraakstri sem endaði með árekstri tveggja bíla þar sem fimm þurftu að fara á spítala. Að sögn lögreglu var hluti farþega ekki í bílbelti en enginn slasaðist alvarlega. 

Við ræðum við lögreglu um slysið í kvöldfréttum.

Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum og víða hefur verið mótmælt eftir að upptökur voru gerðar opinberar þar sem sést hvernig lögreglumenn ganga í skrokk á ungum manni með þeim afleiðingum að hann lést nokkrum dögum síðar. Bandaríkjaforseti hvetur fólk til stillingar. 

Greint verður frá nýjustu vendingum í Eflingarmálinu svokallaða og farið verður ítarlega yfir stöðuna. Ríkissáttasemjari hefur enn enga kjörskrá fengið og hefur því óskað eftir aðstoð héraðsdóms. 

Vaxtaákvarðanir Seðlabankans verða til umfjöllunar og áhrif þeirra á verð á. Og við förum á Bridgehátíð í Hörpu þar sem allt að 60 ára aldursmunur eru á keppendum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×