Gestirnir í Genk skoruðu tvö fyrstu mörkin en sem betur fer minnkuðu heimamenn muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að jafna metin í síðari hálfleik og tókst það þegar þrjár mínútur lifðu leiks.
Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Bangoura Ibrahima Sory sitt annað gula spjald í liði Genk og þar með rautt. Það nýtti Beerschot sér en strax í kjölfarið kom Nökkvi Þeyr boltanum á Ryan Sanusi sem skoraði sigurmark leiksins, lokatölur 3-2.
Beerschot fer með sigrinum á topp deildarinnar með 38 stig að loknum 20 leikjum en bæði Beveren og RWDM 47 eiga leik til góða og geta náð toppsætinu að nýju um helgina.