Innlent

Erlendur risi í samkeppni við íslenska aðila um nýja Björgunar­mið­stöð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, við undirritun samnings um lóð fyrir Björgunarmiðstöð í apríl í fyrra.
Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, við undirritun samnings um lóð fyrir Björgunarmiðstöð í apríl í fyrra. Vísir/Arnar

Níu arkitektastofur tóku þátt í forvali fyrir samkeppni um húsnæði löggæslu- og viðbragðsaðila. Þátttökubeiðnum var skilað þann 17. janúar. Meðal þátttakenda eru stórir erlendir aðilar. Þetta kemur fram í ný fréttabréfi Framkvæmdasýslunnar.

Meðal aðila sem bítast um verkefnið er danska arkitektastofan Bjarke Ingels Group sem er með höfuðstöðvar bæði í Kaupmannahöfn og New York. Þá eru margar af flottustu arkitektastofum Íslands með í keppninni.

Arkitektastofurnar sem skiluðu inn umsókn eru:

  • Arkis arkitektar
  • Arkþing Nordic
  • Bjarke Ingels Group A/S
  • Hornsteinar Arkítektar
  • T.ark Arkitektar ehf
  • Thg Arkitektar
  • VA Arkitektar
  • WERK Arkitekter ApS
  • 9. Yrki arkitektar

Gert er ráð fyrir að yfirferð allra innsendra gagna verði lokið um mánaðarmót janúar/febrúar og þá verði ljóst hvaða fimm stigahæstu aðilar fá þátttökurétt.

Skipulagslýsing húsnæðis viðbragðsaðila fékk umfjöllun í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar.

Lóðin á milli Holtagarð og Kleppsspítala þar sem Björgunarmiðstöðin mun rísa.

Í skipulagslýsingunni, kemur fram að nýta eigi landhalla á lóð til þess að „koma því byggingarmagni sem getur notið þess að vera neðanjarðar fyrir með þeim hætti“, auk þess sem stefnt sé að því að hæstu byggingarnar á lóðinni verði ekki hærri en fimm hæðir séð frá Sæbraut. 

Segir jafnframt að „Gert er ráð fyrir að um samhangandi staka byggingu sem unnt er að skipta upp í aðskilin rými eftir þörfum og reglubundinni starfsemi með rýmum neðanjarðar verði reist á lóðinni.“

Einnig kemur fram að „Þar segir einnig að stefnt skuli að því að byggingar á lóðinni verði umhverfinu til sóma, og að uppbyggingin verði „birtingarmynd metnaðarfullrar hönnunar hvað varðar umhverfis- og loftslagsmál og fagurfræði“, auk þess sem björgunarmiðstöðin verði Svansvottuð.


Tengdar fréttir

Lóðaskiptin handsöluð og Björgunarmiðstöð fram undan

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, undirrituðu síðdegis samning um lóð fyrir Björgunarmiðstöð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.