Fótbolti

Bíða enn eftir fyrsta marki Ronaldo og nú var liðið slegið út úr bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo byrjar ekki vel með liði Al Nassr.
Cristiano Ronaldo byrjar ekki vel með liði Al Nassr. Getty/Yasser Bakhsh

Al Nassr er að borga Cristiano Ronaldo langhæstu launin í fótboltaheiminum en það er ekki alveg að skila árangri inn á vellinum.

Ronaldo félagar í Al Nassr duttu út úr sádí-arabíska bikarnum í gær eftir 3-1 tap í undanúrslitaleik á móti Al Ittihad.

Ronaldo skoraði ekki í leiknum og á því enn eftir að opna markareikning sinn í keppnisleikjum með liðinu.

Hinn 37 ára gamli Portúgali fékk nokkur tækifæri til að skora í leiknum en skapaði annars vörn Al Ittihad liðsins ekki mikil vandræði.

Al Ittihad skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og það þriðja undir lokin eftir að Anderson Talisca hafði minnkað munninn í 2-1 á 67. mínútu.

Næsti leikur Ronaldo og félaga er á móti Al Fateh í deildinni 3. febrúar næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.