Gunnhildur Yrsa var orðin þreytt en hlakkar til ævintýrisins með Stjörnunni Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2023 23:31 Gunnhildur Yrsa er komin heim í Stjörnuna. Vísir Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er snúin heim úr atvinnumennsku og spilar með uppeldisfélagi sínu Stjörnunnar á komandi leiktíð. Hún lítur bjartsýnisaugum á framtíðina hér heima. „Ég var náttúrulega með samning úti og þegar ég ætlaði ekki að spila þar þá vissi ég að ég ætlaði að spila fyrir Stjörnuna. Ég fann bara í hjarta mínu að ég vildi bara koma heim og Stjarnan er það eina í boði hjá mér. Ég er mikil Stjörnukona og er alin upp hérna,“ sagði Gunnhildur Yrsa í viðtali við Val Pál Eiríksson í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að vinnuveitendur hennar hjá Orlando Pride hafi ekki verið yfir sig ánægðir að hún vildi segja upp samningnum. „Þau skildu þetta skref og af hverju ég vildi koma hingað. Þetta er ævintýrasaga að geta spilað aftur fyrir klúbbinn sem maður byrjaði með. Í Bandaríkjunum er það ekki í boði, það er enginn sem fer í akademíu og upp í meistaraflokk. Þau skildu þetta og ég get þakkað þeim fyrir það að þau voru ekki með nein leiðindi.“ Gunnhildur Yrsa er búin að vera atvinnumaður erlendis í tíu ár og segir að álagið í bandarísku deildinni sé mikið. „Það er mikið um ferðalög, maður er að fljúga í fimm tíma í útileiki, er á stanslausu ferðalagi og nær ekki endurheimt. Ég var bara orðin þreytt og svo þegar var frí þá var landsliðsverkefni í Evrópu þannig að þetta voru ansi mikil ferðalög. Líkaminn var farinn að segja mér aðeins að róa mig.“ Hún segir að þetta hafi hjálpað til við að taka ákvörðunina og einnig tækifærið til að gera meira en spila bara fótbolta. Hún segir spennandi hluti framundan hjá Stjörnunni sem leikur í undankeppni Meistaradeildarinnar á næsta tímabili. „Það skemmir ekki fyrir, það er reyndar rétt hjá þér,“ sagði Gunnhildur Yrsa brosandi að lokum. Allt viðtalið við Gunnhildi Yrsu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem hún segist hlakka til að geta gert fleira en spila bara fótbolta. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira
„Ég var náttúrulega með samning úti og þegar ég ætlaði ekki að spila þar þá vissi ég að ég ætlaði að spila fyrir Stjörnuna. Ég fann bara í hjarta mínu að ég vildi bara koma heim og Stjarnan er það eina í boði hjá mér. Ég er mikil Stjörnukona og er alin upp hérna,“ sagði Gunnhildur Yrsa í viðtali við Val Pál Eiríksson í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að vinnuveitendur hennar hjá Orlando Pride hafi ekki verið yfir sig ánægðir að hún vildi segja upp samningnum. „Þau skildu þetta skref og af hverju ég vildi koma hingað. Þetta er ævintýrasaga að geta spilað aftur fyrir klúbbinn sem maður byrjaði með. Í Bandaríkjunum er það ekki í boði, það er enginn sem fer í akademíu og upp í meistaraflokk. Þau skildu þetta og ég get þakkað þeim fyrir það að þau voru ekki með nein leiðindi.“ Gunnhildur Yrsa er búin að vera atvinnumaður erlendis í tíu ár og segir að álagið í bandarísku deildinni sé mikið. „Það er mikið um ferðalög, maður er að fljúga í fimm tíma í útileiki, er á stanslausu ferðalagi og nær ekki endurheimt. Ég var bara orðin þreytt og svo þegar var frí þá var landsliðsverkefni í Evrópu þannig að þetta voru ansi mikil ferðalög. Líkaminn var farinn að segja mér aðeins að róa mig.“ Hún segir að þetta hafi hjálpað til við að taka ákvörðunina og einnig tækifærið til að gera meira en spila bara fótbolta. Hún segir spennandi hluti framundan hjá Stjörnunni sem leikur í undankeppni Meistaradeildarinnar á næsta tímabili. „Það skemmir ekki fyrir, það er reyndar rétt hjá þér,“ sagði Gunnhildur Yrsa brosandi að lokum. Allt viðtalið við Gunnhildi Yrsu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem hún segist hlakka til að geta gert fleira en spila bara fótbolta.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira