Fótbolti

Sverrir Ingi og félagar slógu Panathinaikos út í bikarnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sverrir Ingi var í liði PAOK í kvöld.
Sverrir Ingi var í liði PAOK í kvöld. PAOK

Sverrir Ingi Ingason og samherjar hans í PAOK tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum gríska bikarsins eftir 1-1 jafntefli við Panathinaikos í kvöld. PAOK vann 3-1 samanlagt í tveimur leikjum.

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði PAOK í leiknum en Hörður Björgvin Magnússon var ekki í leikmannahópi Panathinaikos. Um var að ræða seinni leik liðanna í gríska bikarnum. PAOK vann 2-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum og því undir Panathinaikos að koma til baka ætluðu þeir sér áfram.

Heimamenn í Panathinaikos byrjuðu leikinn í kvöld betur. Þeir komust í 1-0 á 18.mínútu leiksins þegar miðjumaðurinn Adam Cerin skoraði. Þannig var staðan í hálfleik en töluverð harka var í leiknum og alls voru gefin fimm gul spjöld í fyrri hálfleiknum.

Í seinni hálfleik voru það hins vegar leikmenn PAOK sem náðu að skora. Það gerði Nelson Oliveira á 78.mínútu og PAOK því komið í 3-1 samanlagt.

Spænski framherjinn Brandon í liði PAOK kom inn á á 88.mínútu en tókst samt sem áður að láta reka sig útaf með tvö gul spjöld þremur mínútum síðar. 

Allt kom þó fyrir ekki, Panathinaikos náði ekki að skora og lokatölur í leiknum í kvöld voru 1-1. PAOK er því komið áfram í undanúrslit gríska bikarsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.