Fótbolti

Diego Simeone vill hætta með framlengingar í fótbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Pablo Simeone, þjálfari Atletico de Madrid, vill losna við framlengingar.
Diego Pablo Simeone, þjálfari Atletico de Madrid, vill losna við framlengingar. Getty/ Diego Souto

Diego Simeone, þjálfari spænska liðsins Atletico Madrid, hefur sterkar skoðanir á framlengingum í fótbolta.

Simeone vill hætta með framlengingar í fótbolta og vill að leikirnir fari þess í stað beint í vítakeppni.

Simeone sagði frá þessari skoðun sinni á blaðamannafundi í gær. Hann hefur áhyggjur af of löngum spilatíma í bikarleikjum.

„Við erum bara í þeirri stöðu núna að við ættum að fara beint í vítakeppnir,“ sagði Diego Simeone.

Atletico Madrid spilar í kvöld í átta liða úrslitum spænska bikarsins á móti Real Madrid.

Báðir undanúrslitaleikir spænska Ofurbikarsins á dögunum fóru í framlengingu en Barcelona og Real Madrid komust í úrslitaleikinn eftir vítakeppni.

Manuel Pellegrini, þjálfari Real Betis, talaði þá um að það ættu ekki að vera framlengingar vegna þess mikla hraða sem er í fótboltanum í dag. Real Betis tapaði fyrir Barcelona í fyrrnefndum leik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.