Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í Berlín og fundaði með kanslaranum í dag. Þeim fundi er að ljúka og hér má sjá beint streymi frá sameiginlegum fréttamannafundi þeirra í framhaldinu.
Beint streymi frá fundi Katrínar og Olaf Scholz

Olaf Scholz kanslari Þýskalands tilkynnti fyrr í dag að Þjóðverjar ætluðu að útvega Úkraínumönnum Leopard skriðdreka og heimila öðrum þjóðum að gera það einnig.
Tengdar fréttir

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.