Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12.

Kjarasamningsviðræður og yfirvofandi verkfallsaðgerðir, útlendingafrumvarp og biskup Íslands verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Atkvæðagreiðsla um aðgerðir Eflingar hefst nú í hádeginu og ótímabundið verkfall á sjö hótelum gæti hafist eftir tvær vikur. Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins voru boðaðar á fund ríkissáttasemjara í morgun og við ræðum við Heimi Má Pétursson fréttamann sem hefur fylgst með þróun mála.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra útilokar ekki að gerðar verði breytingar á útlendingafrumvarpi dómsmálaráðherra í meðferð þingsins. Ung Vinstri græn eru meðal þeirra sem hafa skorað á ríkisstjórnina að draga frumvarið til baka.

Hæstiréttur hefur fallist á beiðni verjenda í Rauðagerðismálinu svokallaða um að málið fái meðferð fyrir æðsta dómstigi landsins. Lögmaður eins sakborninganna fagnar ákvörðun Hæstaréttar og segir mikilvægt að Hæstiréttur skoði þá annmarka sem hann segir á dómi Landsréttar.

Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna.

Þetta og fleira í hádegisfréttum klukkan 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×