Fótbolti

Þurftu að flytja Dani Alves á milli fangelsa af öryggis­á­stæðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dani Alves hughreystir Neymar eftir að Brasilíumenn duttu út í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar.
Dani Alves hughreystir Neymar eftir að Brasilíumenn duttu út í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar. Getty/Marvin Ibo Guengoer

Dani Alves, fyrrum leikmaður Barcelona, dúsar í fangelsi þessa dagana eftir að hafa verið handtekinn fyrir nauðgun.

Alves hefur nú verið fluttur í annað fangelsi af öryggisástæðum.

Alves var fluttur í smærra fangelsi sem auðveldar fangelsisyfirvöldum að tryggja öryggi Brasilíumannsins.

Yfirvöld í Katalóníu greindu fyrir flutningi knattspyrnustjörnurnar í gær. Þar kom fram að tegund glæpsins hafi ekkert með þetta að gera.

Alves var handtekinn fyrir helgi. Kona hefur sakað hann um alvarlegt kynferðisbrot á bar í Barcelona í desember.

Alves neitar sök en hann gat ekki fengið sig lausan úr varðhaldi gegn tryggingu.

Knattspyrnumaðurinn heimsþekkti var þarna nýkominn til Barcelona frá Katar þar sem hann var í heimsmeistarahópi Brasilíumanna sem duttu út í átta liða úrslitunum. Hann varð elsti leikmaður Brasilíu frá upphafi á HM, 39 ára og 210 daga.

Dani Alves er 39 ára gamall og sigursælasti knattspyrnumaður sögunnar. Hann hefur unnið 46 titla í meistaraflokki þar af 25 þeirra með Barcelona.

Alves gerði samning við mexíkóska félagið UNAM í júlí en félagið sagði upp þeim samningi eftir að Alves var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×