Sungu fyrir farþega sem sátu fastir í vél Icelandair Bjarki Sigurðsson skrifar 22. janúar 2023 21:46 Farþegar tóku vel í sönginn og bættust nokkrir við hljómsveit kvennanna. Hljómsveit sem var um borð í vél Icelandair á leið til Keflavíkur frá Toronto söng fyrir farþega sem voru fastir með þeim í vélinni. Flugstjórinn segir alla hafa gengið úr vélinni með bros á vör. Á Keflavíkurflugvelli var aftakaveður og glerhálka í morgun og í dag sem olli því að ekki var unnt að tæma flugvélar sem lentu þar í morgun. Í vél sem kom hingað til lands frá Toronto í Kanada gripu farþegar til söngs til að stytta biðina. Flugstjóri vélarinnar, Óskar Tryggvi Svavarsson, segir í samtali við fréttastofu að stelpurnar í hljómsveitinni hafi fyrst nefnt þetta í gríni við flugfreyjurnar. Óskar Tryggvi Svavarsson var flugstjóri vélarinnar og tók myndbandið upp. Aðsend „Ég frétti af þessu og var á röltinu að ræða við fólkið og láta vita af mér. Ég kom þarna aftur í og spurði þær hvort það væri ekki einhver hljómsveit hérna um borð. Þær spruttu upp og við forum eitthvað að spjalla. Þá segði ég þeim bara að kýla á þetta. Það var bara fínt að fá eitthvað til að létta andann um borð,“ segir Óskar. Því voru hljóðfæri rifin upp, gítar og fiðla sem konurnar höfðu verið með í handfarangri. Þá var þriðji meðlimurinn að syngja og bættust tveir aðrir farþegar við. Einn sló taktinn með skeiðum og önnur söng með. Klippa: Sungið um borð í vél Icelandair „Þetta var bara geggjað. Þær tóku nokkur lög og röltu um vélina. Flugvél er ekki besta tónleikahöllin þannig þær gengu fram og baka svo það fengu allir að njóta,“ segir Óskar. Hann segir að allt hafi gengið rosalega vel um borð og þakkar farþegum fyrir að hafa tekið aðstæðum með æðruleysi og að skilja aðstæðurnar sem voru í gangi, enda ekki eftir hverja einustu flugferð sem fólk þarf að bíða í tíu tíma eftir lendingu til að komast úr vélinni. „Þegar fólk fór loksins úr vélinni eftir að hafa verið þarna í sautján tíma þá voru allir brosandi. Ég var rosalega ánægður með hvernig þetta gekk,“ segir Óskar. Hljómsveitin sem var um borð í vélinni heitir Jessica Pearson and the East Wind. Í myndbandinu hér fyrir ofan er lagið Better Bad Decisions sungið og er af plötunni On the Line sem kom út í fyrra. Fréttir af flugi Tónlist Keflavíkurflugvöllur Icelandair Grín og gaman Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Á Keflavíkurflugvelli var aftakaveður og glerhálka í morgun og í dag sem olli því að ekki var unnt að tæma flugvélar sem lentu þar í morgun. Í vél sem kom hingað til lands frá Toronto í Kanada gripu farþegar til söngs til að stytta biðina. Flugstjóri vélarinnar, Óskar Tryggvi Svavarsson, segir í samtali við fréttastofu að stelpurnar í hljómsveitinni hafi fyrst nefnt þetta í gríni við flugfreyjurnar. Óskar Tryggvi Svavarsson var flugstjóri vélarinnar og tók myndbandið upp. Aðsend „Ég frétti af þessu og var á röltinu að ræða við fólkið og láta vita af mér. Ég kom þarna aftur í og spurði þær hvort það væri ekki einhver hljómsveit hérna um borð. Þær spruttu upp og við forum eitthvað að spjalla. Þá segði ég þeim bara að kýla á þetta. Það var bara fínt að fá eitthvað til að létta andann um borð,“ segir Óskar. Því voru hljóðfæri rifin upp, gítar og fiðla sem konurnar höfðu verið með í handfarangri. Þá var þriðji meðlimurinn að syngja og bættust tveir aðrir farþegar við. Einn sló taktinn með skeiðum og önnur söng með. Klippa: Sungið um borð í vél Icelandair „Þetta var bara geggjað. Þær tóku nokkur lög og röltu um vélina. Flugvél er ekki besta tónleikahöllin þannig þær gengu fram og baka svo það fengu allir að njóta,“ segir Óskar. Hann segir að allt hafi gengið rosalega vel um borð og þakkar farþegum fyrir að hafa tekið aðstæðum með æðruleysi og að skilja aðstæðurnar sem voru í gangi, enda ekki eftir hverja einustu flugferð sem fólk þarf að bíða í tíu tíma eftir lendingu til að komast úr vélinni. „Þegar fólk fór loksins úr vélinni eftir að hafa verið þarna í sautján tíma þá voru allir brosandi. Ég var rosalega ánægður með hvernig þetta gekk,“ segir Óskar. Hljómsveitin sem var um borð í vélinni heitir Jessica Pearson and the East Wind. Í myndbandinu hér fyrir ofan er lagið Better Bad Decisions sungið og er af plötunni On the Line sem kom út í fyrra.
Fréttir af flugi Tónlist Keflavíkurflugvöllur Icelandair Grín og gaman Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira