Lífið

Braut yfir þrjá­tíu bein en ætlar að koma sterkari til baka

Bjarki Sigurðsson skrifar
Jeremy Renner missti mikið magn af blóði í slysinu.
Jeremy Renner missti mikið magn af blóði í slysinu. Getty/RB/Bauer-Griffin

Leikarinn Jeremy Renner braut þrjátíu bein er hann lenti í slysi á nýársdag. Renner lenti undir sex tonna snjómoksturstæki. Hann er kominn heim af sjúkrahúsi og er nú í endurhæfingu. 

Á nýársdag varð leikarinn undir snjómoksturstæki sínu er hann var að moka snjó skammt frá heimili sínu í Nevada-ríki. Renner var fluttur á gjörgæslu eftir atvikið og gekkst þar undir aðgerð. Hann hlaut alvarlega áverka á bringu og fótlegg og missti mikið magn af blóði. 

Í Instagram-færslu sem Hawkeye-leikarinn birti í gær segist hann hafa brotið yfir þrjátíu bein. Hann þakkar fyrir alla ástina sem hann hefur fengið frá fólki. 

„Þessi yfir þrjátíu brotnu bein munu gróa, verða sterkari, líkt og ástin og tengslin við fjölskyldu og vini dýpkar. Ástir og blessanir til ykkar allra,“ segir í færslunni. 

Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk ofurhetjunnar Clint Barton, einnig þekktur sem Hawkeye, í Marvel-myndunum Avengers. Þá fór hann með hlutverk Aaron Cross í myndinni The Bourne Legacy frá árin 2012.


Tengdar fréttir

Jeremy Renner á gjör­gæslu eftir að­gerð

Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er á gjörgæslu og er ástand hans enn sagt alvarlegt en stöðugt eftir að hann gekkst undir aðgerð í gær. Renner slasaðast alvarlega eftir að hann varð undir snjóbíl þegar hann vann að því að ryðja heimkeyrsluna fyrir utan heimili sitt í Nevada.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×