Lífið

Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Leikarinn Jeremy Renner.
Leikarinn Jeremy Renner. Getty

Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 

Renner liggur enn á sjúkrahúsi nokkuð þungt haldinn en ástand hans er sagt stöðugt. Miðillinn TMZ birtir myndband af þyrluflugi Renners sem færði hann á sjúkrahús ásamt myndböndum af snjómoksturstækinu sem um ræðir. 

Samkvæmt vitnum að slysinu hafði Renner verið að moka snjó skammt frá heimili hans í Tahoe-ríki í Neveda, þar sem snjó hefur kyngt niður síðustu daga. Að sögn nágaranna hans atvikaðist slysið þannig að snjómoksturstækið, sem kallast Snjóköttur (e. Snowcat), keyrði yfir annan fót Renners. Þá hafi nágranna hans, sem er læknir, tekist að binda fyrir sárið áður en þyrla kom á staðinn. 

Heimili leikarans er staðsett nærri skíðafjallinu Rose-fjalli í Tahoe sem er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Reno í Nevada.

Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk ofurhetjunnar Clint Barton, einnig þekktur sem Hawkeye, í Marvel-myndunum Avengers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×