Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2023 15:01 Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem um ræðir í TikTokmálinu. Getty/Aðsend Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. Vísir greindi frá því í morgun að ónefndur lögmaður hefði fengið skammir í hattinn vegna máls sem varðaði ásakanir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlinum TikTok. Ómar R. Valdimarsson setti sig skömmu síðar í samband við Vísi og steig fram sem umræddur lögmaður. Í yfirlýsingu hans segir að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sé gengdar laus og marklaus vitleysa, sem gefi til nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. „Aðfinnslur nefndarinnar byggja á því, að sá tími sem konan fékk til þess að bregðast við hafi verið of skammur, eða tveir sólarhringar, þar sem dagarnir tveir féllu utan almenns opnunartíma lögmannsstofa. Þessi nálgun hefði kannski átt við þegar sveitasíminn var og hét. Í dag eru boðleiðir endalausar og það að ekki sé hægt að ná í lögmann eftir kl 16:00 á föstudegi er þvæla sem ekki er hægt að taka alvarlega,“ segir Ómar. Hafi orðið að bregðast skjótt við Ómar segir að í umræddu máli hafi skipt miklu máli að bregðast snarlega við, til þess að takmarka skaðann sem ávirðingar konunnar ollu umbjóðanda hans. „Alvarleika ummælanna verður einnig að vega á móti frestinum sem konan fékk, enda ljóst að netníð og árásir á vefnum ganga manna á millum á ljóshraða,“ segir Ómar. Íhugar að fara með niðurstöðuna fyrir dómstóla Þá segir Ómar það umhugsunarefni hvort hann geti látið úrskurð nefndarinnar, sem hann kallar steypu, standa óhaggaðan. „Það er ansi margt óskiljanlegt sem kemur úr þeim fílabeinsturni. Ég hlýt að velta því fyrir mér hvort ekki eigi að láta reyna á ógildingu bullsins fyrir dómi,“ segir hann að lokum. Lögmennska Samfélagsmiðlar Stéttarfélög Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að ónefndur lögmaður hefði fengið skammir í hattinn vegna máls sem varðaði ásakanir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlinum TikTok. Ómar R. Valdimarsson setti sig skömmu síðar í samband við Vísi og steig fram sem umræddur lögmaður. Í yfirlýsingu hans segir að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sé gengdar laus og marklaus vitleysa, sem gefi til nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. „Aðfinnslur nefndarinnar byggja á því, að sá tími sem konan fékk til þess að bregðast við hafi verið of skammur, eða tveir sólarhringar, þar sem dagarnir tveir féllu utan almenns opnunartíma lögmannsstofa. Þessi nálgun hefði kannski átt við þegar sveitasíminn var og hét. Í dag eru boðleiðir endalausar og það að ekki sé hægt að ná í lögmann eftir kl 16:00 á föstudegi er þvæla sem ekki er hægt að taka alvarlega,“ segir Ómar. Hafi orðið að bregðast skjótt við Ómar segir að í umræddu máli hafi skipt miklu máli að bregðast snarlega við, til þess að takmarka skaðann sem ávirðingar konunnar ollu umbjóðanda hans. „Alvarleika ummælanna verður einnig að vega á móti frestinum sem konan fékk, enda ljóst að netníð og árásir á vefnum ganga manna á millum á ljóshraða,“ segir Ómar. Íhugar að fara með niðurstöðuna fyrir dómstóla Þá segir Ómar það umhugsunarefni hvort hann geti látið úrskurð nefndarinnar, sem hann kallar steypu, standa óhaggaðan. „Það er ansi margt óskiljanlegt sem kemur úr þeim fílabeinsturni. Ég hlýt að velta því fyrir mér hvort ekki eigi að láta reyna á ógildingu bullsins fyrir dómi,“ segir hann að lokum.
Lögmennska Samfélagsmiðlar Stéttarfélög Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira