Þetta á ekki að gerast Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. janúar 2023 12:30 Fossvogsskóli Vísir/Egill Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn leka í glænýju þaki Fossvogsskóla mikil vonbrigði. Málið verði skoðað strax eftir helgi. Reykjavíkurborg er þannig enn og aftur í vandræðum með húsnæði skólans en á honum voru nýlega gerðar gagngerar endurbætur vegna myglu. Mikill leki varð í Fossvogsskóla í gær en skólahaldi var aflýst á miðstigi vegna lekans og um 150 börn voru send heim að sögn skólastjóra Fossvogsskóla en frá þessu var sagt í fréttum okkar í gær. Þak hússins er fremur nýtt og því kom á óvart að það hélt ekki vatninu. Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá borginni segir lekann mikil vonbrigði. „Já þetta eru náttúrulega mikil vonbrigði í þessari byggingu sem er nýbúið að taka alla í gegn að þetta skuli koma upp. Þó að aðstæðurnar hafi vissulega verið sérstakar. Þetta er náttúrulega hlutur sem við munum fara yfir strax eftir helgi til að finna út úr því hvað veldur. Hvað sem það svo sem er. Hvort það er tengt hönnun eða framkvæmd eða eftirliti með framkvæmdum og þess háttar.“ Óánægja foreldra sé skiljanleg en kennsla hefst strax eftir helgi. „Mjög svo skiljanlegt. Þetta er hins vegar óhapp sem kemur og eins og ég sagði áðan þá munum við kafa ofan í það til þess að komast að því hvað hefur farið þarna úrskeiðis. Það er hins vegar stefnt að því að kennsla muni hefjast samkvæmt stundaskrá strax á mánudagsmorgun í byggingunni. Það er unnið að því hörðum höndum um helgina að koma þessu í lag svo það verði hægt.“ Þetta eigi ekki að gerast þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður. „Við verðum að tryggja að þrátt fyrir þessar aðstæður sem voru uppi þá á þetta ekki að gerast. Við verðum þá að fara í gegnum það hvað það er sem klikkar.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Mikill leki varð í Fossvogsskóla í gær en skólahaldi var aflýst á miðstigi vegna lekans og um 150 börn voru send heim að sögn skólastjóra Fossvogsskóla en frá þessu var sagt í fréttum okkar í gær. Þak hússins er fremur nýtt og því kom á óvart að það hélt ekki vatninu. Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá borginni segir lekann mikil vonbrigði. „Já þetta eru náttúrulega mikil vonbrigði í þessari byggingu sem er nýbúið að taka alla í gegn að þetta skuli koma upp. Þó að aðstæðurnar hafi vissulega verið sérstakar. Þetta er náttúrulega hlutur sem við munum fara yfir strax eftir helgi til að finna út úr því hvað veldur. Hvað sem það svo sem er. Hvort það er tengt hönnun eða framkvæmd eða eftirliti með framkvæmdum og þess háttar.“ Óánægja foreldra sé skiljanleg en kennsla hefst strax eftir helgi. „Mjög svo skiljanlegt. Þetta er hins vegar óhapp sem kemur og eins og ég sagði áðan þá munum við kafa ofan í það til þess að komast að því hvað hefur farið þarna úrskeiðis. Það er hins vegar stefnt að því að kennsla muni hefjast samkvæmt stundaskrá strax á mánudagsmorgun í byggingunni. Það er unnið að því hörðum höndum um helgina að koma þessu í lag svo það verði hægt.“ Þetta eigi ekki að gerast þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður. „Við verðum að tryggja að þrátt fyrir þessar aðstæður sem voru uppi þá á þetta ekki að gerast. Við verðum þá að fara í gegnum það hvað það er sem klikkar.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira