Þetta á ekki að gerast Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. janúar 2023 12:30 Fossvogsskóli Vísir/Egill Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn leka í glænýju þaki Fossvogsskóla mikil vonbrigði. Málið verði skoðað strax eftir helgi. Reykjavíkurborg er þannig enn og aftur í vandræðum með húsnæði skólans en á honum voru nýlega gerðar gagngerar endurbætur vegna myglu. Mikill leki varð í Fossvogsskóla í gær en skólahaldi var aflýst á miðstigi vegna lekans og um 150 börn voru send heim að sögn skólastjóra Fossvogsskóla en frá þessu var sagt í fréttum okkar í gær. Þak hússins er fremur nýtt og því kom á óvart að það hélt ekki vatninu. Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá borginni segir lekann mikil vonbrigði. „Já þetta eru náttúrulega mikil vonbrigði í þessari byggingu sem er nýbúið að taka alla í gegn að þetta skuli koma upp. Þó að aðstæðurnar hafi vissulega verið sérstakar. Þetta er náttúrulega hlutur sem við munum fara yfir strax eftir helgi til að finna út úr því hvað veldur. Hvað sem það svo sem er. Hvort það er tengt hönnun eða framkvæmd eða eftirliti með framkvæmdum og þess háttar.“ Óánægja foreldra sé skiljanleg en kennsla hefst strax eftir helgi. „Mjög svo skiljanlegt. Þetta er hins vegar óhapp sem kemur og eins og ég sagði áðan þá munum við kafa ofan í það til þess að komast að því hvað hefur farið þarna úrskeiðis. Það er hins vegar stefnt að því að kennsla muni hefjast samkvæmt stundaskrá strax á mánudagsmorgun í byggingunni. Það er unnið að því hörðum höndum um helgina að koma þessu í lag svo það verði hægt.“ Þetta eigi ekki að gerast þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður. „Við verðum að tryggja að þrátt fyrir þessar aðstæður sem voru uppi þá á þetta ekki að gerast. Við verðum þá að fara í gegnum það hvað það er sem klikkar.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Mikill leki varð í Fossvogsskóla í gær en skólahaldi var aflýst á miðstigi vegna lekans og um 150 börn voru send heim að sögn skólastjóra Fossvogsskóla en frá þessu var sagt í fréttum okkar í gær. Þak hússins er fremur nýtt og því kom á óvart að það hélt ekki vatninu. Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá borginni segir lekann mikil vonbrigði. „Já þetta eru náttúrulega mikil vonbrigði í þessari byggingu sem er nýbúið að taka alla í gegn að þetta skuli koma upp. Þó að aðstæðurnar hafi vissulega verið sérstakar. Þetta er náttúrulega hlutur sem við munum fara yfir strax eftir helgi til að finna út úr því hvað veldur. Hvað sem það svo sem er. Hvort það er tengt hönnun eða framkvæmd eða eftirliti með framkvæmdum og þess háttar.“ Óánægja foreldra sé skiljanleg en kennsla hefst strax eftir helgi. „Mjög svo skiljanlegt. Þetta er hins vegar óhapp sem kemur og eins og ég sagði áðan þá munum við kafa ofan í það til þess að komast að því hvað hefur farið þarna úrskeiðis. Það er hins vegar stefnt að því að kennsla muni hefjast samkvæmt stundaskrá strax á mánudagsmorgun í byggingunni. Það er unnið að því hörðum höndum um helgina að koma þessu í lag svo það verði hægt.“ Þetta eigi ekki að gerast þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður. „Við verðum að tryggja að þrátt fyrir þessar aðstæður sem voru uppi þá á þetta ekki að gerast. Við verðum þá að fara í gegnum það hvað það er sem klikkar.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira