Innlent

Tuttugu föst í skíðalyftu í Hlíðar­fjalli

Atli Ísleifsson skrifar
Frá aðgerðum lögreglu og björgunarsveita í Hlíðarfjalli í dag.
Frá aðgerðum lögreglu og björgunarsveita í Hlíðarfjalli í dag. Vísir/Tryggvi Páll

Lögregla og björgunarsveitarmenn voru kölluð út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um að skíðalyfta í Hlíðarfjalli, Fjarkinn, hefði stöðvast. Tuttugu voru föst í lyftunni en tekist hefur að ná öllum niður óslösuðum.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að óskað hafi verið eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Súlur við að koma fólkinu úr lyftunni.

Katrín Ósk Ásgeirsdóttir

„Aðgerðarstjórn var virkjuð. Lögregla, sjúkralið og björgunarsveit var boðuð á vettvang og strax hafist handa við að koma fólkinu úr lyftunni. 

Fljótlega kom í ljós að bilunin í lyftunni stafaði af því að vír hafði losnað úr spori sínu og lyftan stöðvast við það. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast og ekki talin hætta á að það muni gerast. 

Þegar þetta er skráð er búið að ná nokkrum niður úr lyftunni og vinna í gangi við að ná þeim sem eftir eru. Þeir fá svo skoðun hjá heilbrigðisstarfsfólki,“ segir í tilkynningunni.

Fjarkinn er fjögurra sæta stólalyfta sem liggur frá neðsta hluta skíðasvæðisins og að Stromplyftu.

Fréttin var uppfærð klukkan 15:29

Frá aðgerðum björgunarsveita í Hlíðarfjalli í dag.Vísir/Tryggvi Páll
Björgunarsveitarmenn í Hlíðarfjalli síðdegis í dag.Vísir/Tryggvi Páll
Úr Hlíðarfjalli. Myndin er úr safni.Vísir/Tryggvi Páll



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×