Hæstiréttur hafnar beiðni Borgarbyggðar um að taka fyrir Gunnlaugsmál Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2023 12:46 Gunnlaugur A. Júlíusson var sveitarstjóri Borgarbyggðar á árunum 2016 til 2019 og stefndi sveitarfélaginu árið 2020. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni sveitarstjórnar Borgarbyggðar um áfrýjun eftir niðurstöðu Landsréttar í máli Gunnlaugs A. Júlíussonar, fyrrverandi sveitarstjóra, þar sem sveitarfélaginu var gert að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir króna vegna uppsagnar hans árið 2019. Málsaðilum var kynnt ákvörðun Hæstaréttar í dag. Borgarbyggð vildi meina að úrslit málsins hefði verulegt almennt gildi um túlkun samningsbundinna ákvæða um biðlaun starfsmanna sveitarfélaga. Þá taldi sveitarstjórn að málið varðaði mikilvæga hagsmuna sína og að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, einkum um að uppsagnarfrestur sveitarstjórans fyrrverandi hafi ekki talist til biðlaunatíma samkvæmt ráðningasamningi. Ranglega hafi verið vísað í eldri dóm Hæstaréttar varðandi túlkun bótaréttar, en ekki biðlaunaréttar. Hæstiréttur var ekki sammála þessu og taldi að að virtum gögnum yrði hvorki talið að úrslit málsins hefði verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Ekki verði heldur séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og var beiðninni því hafnað. Starfsheiður Gunnlaugs rýrður Gunnlaugur stefndi sveitarfélaginu í apríl árið 2020 og krafðist sextíu milljóna króna í bætur. Gunnlaugur var sveitarstjóri frá 2016 til 2019 þegar honum var sagt upp. Gunnlaugur vildi meina að starfsheiður hans hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum mikilli vanlíðan. Greint var frá því að Gunnlaugi hafi verið gert að yfirgefa skrifstofu sína um leið og honum var sagt upp. Þá hafi hann samdægurs þurft að skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Afhent uppsagnarbréf á fundi sveitarstjórnar Gunnlaugur gerði sömuleiðis athugasemd við að honum hafi verið ekki sagt upp með formlegum hætti líkt og kveður um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitarstjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð í málinu, en Landsréttur dæmdi svo sveitarfélagið til að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir króna. Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Kjaramál Tengdar fréttir Gunnlaugur lagði Borgarbyggð í seinni glímunni fyrir Landsrétti Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti í dag dæmt til þess að greiða fyrrverandi sveitarstjóra sínum tæpar 3,7 milljónir króna. Sveitarfélagið hafði áður verið sýknað fyrir héraðsdómi. 11. nóvember 2022 15:25 Borgarbyggð sættir sig ekki við niðurstöðu í Gunnlaugsmáli Sveitarstjórn Borgarbyggðar hyggst leita eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar eftir niðurstöðu Landsréttar í máli Gunnlaugs A. Júlíussonar, fyrrverandi sveitarstjóra, þar sem sveitarfélaginu var gert að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir króna vegna uppsagnar hans árið 2019. 18. nóvember 2022 09:59 Gunnlaugur krefst 60 milljóna frá Borgarbyggð vegna uppsagnarinnar Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. 18. apríl 2020 09:37 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Málsaðilum var kynnt ákvörðun Hæstaréttar í dag. Borgarbyggð vildi meina að úrslit málsins hefði verulegt almennt gildi um túlkun samningsbundinna ákvæða um biðlaun starfsmanna sveitarfélaga. Þá taldi sveitarstjórn að málið varðaði mikilvæga hagsmuna sína og að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, einkum um að uppsagnarfrestur sveitarstjórans fyrrverandi hafi ekki talist til biðlaunatíma samkvæmt ráðningasamningi. Ranglega hafi verið vísað í eldri dóm Hæstaréttar varðandi túlkun bótaréttar, en ekki biðlaunaréttar. Hæstiréttur var ekki sammála þessu og taldi að að virtum gögnum yrði hvorki talið að úrslit málsins hefði verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Ekki verði heldur séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og var beiðninni því hafnað. Starfsheiður Gunnlaugs rýrður Gunnlaugur stefndi sveitarfélaginu í apríl árið 2020 og krafðist sextíu milljóna króna í bætur. Gunnlaugur var sveitarstjóri frá 2016 til 2019 þegar honum var sagt upp. Gunnlaugur vildi meina að starfsheiður hans hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum mikilli vanlíðan. Greint var frá því að Gunnlaugi hafi verið gert að yfirgefa skrifstofu sína um leið og honum var sagt upp. Þá hafi hann samdægurs þurft að skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Afhent uppsagnarbréf á fundi sveitarstjórnar Gunnlaugur gerði sömuleiðis athugasemd við að honum hafi verið ekki sagt upp með formlegum hætti líkt og kveður um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitarstjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð í málinu, en Landsréttur dæmdi svo sveitarfélagið til að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir króna.
Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Kjaramál Tengdar fréttir Gunnlaugur lagði Borgarbyggð í seinni glímunni fyrir Landsrétti Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti í dag dæmt til þess að greiða fyrrverandi sveitarstjóra sínum tæpar 3,7 milljónir króna. Sveitarfélagið hafði áður verið sýknað fyrir héraðsdómi. 11. nóvember 2022 15:25 Borgarbyggð sættir sig ekki við niðurstöðu í Gunnlaugsmáli Sveitarstjórn Borgarbyggðar hyggst leita eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar eftir niðurstöðu Landsréttar í máli Gunnlaugs A. Júlíussonar, fyrrverandi sveitarstjóra, þar sem sveitarfélaginu var gert að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir króna vegna uppsagnar hans árið 2019. 18. nóvember 2022 09:59 Gunnlaugur krefst 60 milljóna frá Borgarbyggð vegna uppsagnarinnar Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. 18. apríl 2020 09:37 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Gunnlaugur lagði Borgarbyggð í seinni glímunni fyrir Landsrétti Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti í dag dæmt til þess að greiða fyrrverandi sveitarstjóra sínum tæpar 3,7 milljónir króna. Sveitarfélagið hafði áður verið sýknað fyrir héraðsdómi. 11. nóvember 2022 15:25
Borgarbyggð sættir sig ekki við niðurstöðu í Gunnlaugsmáli Sveitarstjórn Borgarbyggðar hyggst leita eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar eftir niðurstöðu Landsréttar í máli Gunnlaugs A. Júlíussonar, fyrrverandi sveitarstjóra, þar sem sveitarfélaginu var gert að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir króna vegna uppsagnar hans árið 2019. 18. nóvember 2022 09:59
Gunnlaugur krefst 60 milljóna frá Borgarbyggð vegna uppsagnarinnar Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. 18. apríl 2020 09:37