Innlent

„Við erum búin að vera með fötur, vatns­sugur og moppur í allan morgun“

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir, skólastjóri Fossvogsskóla.
Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir, skólastjóri Fossvogsskóla. Stöð 2

Ekki er kennslufært í Fossvogsskóla vegna leka og börnin á miðstigi hafa verið sent heim. Gripið hefur verið til þess að koma fötum fyrir í gluggum til þess að grípa vatnið.

„Við erum búin að vera með fötur, vatnssugur og moppur í allan morgun,“ segir Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir, skólastjóri Fossvogsskóla.

Þá sé málið einstaklega leiðinlegt vegna þess hve nýtt þakið á skólanum er en lekinn kemur þaðan.

Hafdís segir börnin taka lekann nærri sér.

„Þetta er húsið þeirra líka en þau eru búin að vera flott í morgun að bíða og sjá með hvaða hætti við kláruðum skólann í dag og sýna þessu mikinn skilning og ég veit að foreldrar gera það líka,“ segir Hafdís en allir nemendur í húsinu þar sem lekinn er hafa verið sendir heim. Um er að ræða fjórar stofur.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×