Innlent

Veður­vaktin: Ítreka ábendingar um að hreinsað sé frá niðurföllum

Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa
Ragnar Axelsson ljósmyndari hitti á vaskan starfsmann Reykjavíkurborgar í leit að stífluðum niðurföllum í Haðalandi í hádeginu.
Ragnar Axelsson ljósmyndari hitti á vaskan starfsmann Reykjavíkurborgar í leit að stífluðum niðurföllum í Haðalandi í hádeginu. Vísir/RAX

Vatn er farið að safnast fyrir á götum þar sem niðurföll eru stífluð. Slökkviliðið hefur farið í fjölda útkalla vegna vatnsleka og þá varar lögregla við vatnselg á götum höfuðborgarinnar.

Lögregla sendi einnig frá sér tilkynningu í hádeginu þar sem hún ítrekaði að fólk hugaði að niðurföllum og þá ekki síður að niðurföllum á svölum.

Þá segir lögregla ríka ástæðu til að vara fólk frá því að fara út á ís á vötnum og í fjörum.

Gular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Miðhálendinu. Þá eru í gildi viðvaranir vegna hættu á flóðum, snjóflóðum og krapaflóðum.

Vísir verður á veðurvaktinni í dag.

Vísir tekur á móti ábendingum og myndum af ástandinu vegna veðursins. Hægt er senda póst á ritstjorn@visir.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×