Koma verði í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 11:10 Reynir Arngrímsson er formaður Læknafélags Íslands. Samsett Þrjú læknafélög telja ótækt að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka þegar upp koma alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, í stað þess að einblína á kerfislægar brotalamir. Engar úrbætur hafi orðið þrátt fyrir tillögur og ábendingar síðustu ár. Formenn þriggja læknasamtaka, Félags sjúkrahúslækna, læknaráðs Landspítala og Læknafélags Íslands, kalla eftir tafarlausum aðgerðum í afgreiðslu alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands bendir á að í janúar 2015 hafi heilbrigðisráðherra skipað starfshóp um slík atvik. Hópurinn hafi skilað tillögum að verklagi í tengslum við tilkynningar og rannsókn óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu, sem ætla má að rekja megi til vanrækslu í meðferð sjúklinga. „Tillögurnar voru mjög góðar og ítarlegar en það hefur í rauninni ekkert gerst og við höfum ekki séð neinar úrbætur frá því að þetta var,“ segir Reynir. Fara ætti með málaflokkinn eins og flug- eða umferðarslys. Hafa þurfi rannsóknarnefndir um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að læra af þeim. „Það sé mjög óheppilegt að það sé verið að sækja heilbrigðisstarfsmenn til saka þegar um kerfislægar villur eru að ræða. Við teljum að í mörgu tilvikum sé ekki um ábyrgð einstakra starfsmanna að ræða þegar starfsumhverfið er ófullnægjandi og álagið mjög mikið,“ segir Reynir. „Þá gefur það auga leið að hætt á mistökum verður meiri. Og eins og þetta er í dag er kerfið fyrst og fremst að horfa til ábyrgðar einstakra heilbrigðisstarfsmanna frekar en kerfið í heild sinni. Og þetta getur leitt til þess að fólk veigrar sér við því að koma fram og lýsa atburðum. “ Lögregla rannsakar nú mál hjúkrunarfræðings sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana í síðustu viku. Hjúkrunarfræðingurinn losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær. Reynir segir það þó tilviljun að læknasamtökin veki máls á málaflokknum nú. „En í rauninni kannski sýnir [það] að við þurfum að vera betur undirbúin.“ Heilbrigðismál Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Sjá meira
Formenn þriggja læknasamtaka, Félags sjúkrahúslækna, læknaráðs Landspítala og Læknafélags Íslands, kalla eftir tafarlausum aðgerðum í afgreiðslu alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands bendir á að í janúar 2015 hafi heilbrigðisráðherra skipað starfshóp um slík atvik. Hópurinn hafi skilað tillögum að verklagi í tengslum við tilkynningar og rannsókn óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu, sem ætla má að rekja megi til vanrækslu í meðferð sjúklinga. „Tillögurnar voru mjög góðar og ítarlegar en það hefur í rauninni ekkert gerst og við höfum ekki séð neinar úrbætur frá því að þetta var,“ segir Reynir. Fara ætti með málaflokkinn eins og flug- eða umferðarslys. Hafa þurfi rannsóknarnefndir um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að læra af þeim. „Það sé mjög óheppilegt að það sé verið að sækja heilbrigðisstarfsmenn til saka þegar um kerfislægar villur eru að ræða. Við teljum að í mörgu tilvikum sé ekki um ábyrgð einstakra starfsmanna að ræða þegar starfsumhverfið er ófullnægjandi og álagið mjög mikið,“ segir Reynir. „Þá gefur það auga leið að hætt á mistökum verður meiri. Og eins og þetta er í dag er kerfið fyrst og fremst að horfa til ábyrgðar einstakra heilbrigðisstarfsmanna frekar en kerfið í heild sinni. Og þetta getur leitt til þess að fólk veigrar sér við því að koma fram og lýsa atburðum. “ Lögregla rannsakar nú mál hjúkrunarfræðings sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana í síðustu viku. Hjúkrunarfræðingurinn losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær. Reynir segir það þó tilviljun að læknasamtökin veki máls á málaflokknum nú. „En í rauninni kannski sýnir [það] að við þurfum að vera betur undirbúin.“
Heilbrigðismál Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Sjá meira