Nýr leiðtogi og skarpari málflutningur Samfylkingunni til góðs Heimir Már Pétursson og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 18. janúar 2023 23:47 Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur segir stöðunina ekki mikla forspá fyrir næstu kosningar. Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist stærst allra flokka samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir stöðuna ekki mikla forspá fyrir næstu kosningar en leiðtogabreytingar og endurskipulag málefna virðist reynast flokknum vel. Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson, ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðing um stöðu Samfylkingarinnar rétt áður en Ólafur ætlaði sér að setjast niður og njóta leiksýningarinnar Macbeth í Borgarleikhúsinu. Því miður fyrir Samfylkinguna eru tvö ár í kosningar, Ólafur? „Já, það er engin leið að segja hvort þetta nýjabrum eða hvort þetta heldur eða eitthvað því það er alla vega er klárt að þetta er ekki mikil forspá um um næstu kosningar,“ segir Ólafur. En hver eru svona pólitísku tíðindi í þessum úrslitum ef þau yrðu nú? „Þarna er reyndar ekki marktækur munur á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki en við sjáum teiknast upp svipað kort og við höfum séð í síðustu könnunum bæði hjá Gallup og Maskínu, tvo flokka sem eru á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm prósent, fjóra flokka sem eru á bilinu átta til tólf prósent og síðan þrjá flokka sem eru í kringum fimm prósenta þröskuldinn með svona fjögur til sex prósent. Þannig að þetta er þannig landslag til dæmis tveggja flokka, stjórn útilokuð eins og verið hefur.“ Hvers konar þriggja flokka stjórn yrði hægt að mynda? „Ja, það yrði meira að segja erfitt að mynda þriggja flokka stjórn. Líklegast yrði slík stjórn bæði að innihalda Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna.“ Það væri náttúrulega sögulegt ef það yrði aftur að þessir tveir flokkar færu saman eftir skellinn sem sú stjórn fékk? „Já það væru tíðindi og ég held nú að það sé ekki mjög líklegt eins og staðan er núna.“ En hverju getur Samfylkingin þakkað þetta? „Það er nú væntanlega það sem hefur breyst hjá henni. Annars vegar nýr leiðtogi og hins vegar hefur verið skerpt á málflutningnum þannig að það er lögð áhersla á færri kjarnamál og það virðist ganga vel í kjósendur,“ segir Ólafur. Ólafur, þú ert að fara á sýningu á Macbeth. Það er nú heldur betur pólitískur hildarleikur. „Það er pólitískur hildarleikur þar fossar blóðið, flæðir út um allt en sem betur fer höfum við nú ekki haft þannig blóðsúthellingar í íslenskri pólitík síðan á Sturlungaöld,“ segir Ólafur kíminn. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan. Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson, ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðing um stöðu Samfylkingarinnar rétt áður en Ólafur ætlaði sér að setjast niður og njóta leiksýningarinnar Macbeth í Borgarleikhúsinu. Því miður fyrir Samfylkinguna eru tvö ár í kosningar, Ólafur? „Já, það er engin leið að segja hvort þetta nýjabrum eða hvort þetta heldur eða eitthvað því það er alla vega er klárt að þetta er ekki mikil forspá um um næstu kosningar,“ segir Ólafur. En hver eru svona pólitísku tíðindi í þessum úrslitum ef þau yrðu nú? „Þarna er reyndar ekki marktækur munur á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki en við sjáum teiknast upp svipað kort og við höfum séð í síðustu könnunum bæði hjá Gallup og Maskínu, tvo flokka sem eru á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm prósent, fjóra flokka sem eru á bilinu átta til tólf prósent og síðan þrjá flokka sem eru í kringum fimm prósenta þröskuldinn með svona fjögur til sex prósent. Þannig að þetta er þannig landslag til dæmis tveggja flokka, stjórn útilokuð eins og verið hefur.“ Hvers konar þriggja flokka stjórn yrði hægt að mynda? „Ja, það yrði meira að segja erfitt að mynda þriggja flokka stjórn. Líklegast yrði slík stjórn bæði að innihalda Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna.“ Það væri náttúrulega sögulegt ef það yrði aftur að þessir tveir flokkar færu saman eftir skellinn sem sú stjórn fékk? „Já það væru tíðindi og ég held nú að það sé ekki mjög líklegt eins og staðan er núna.“ En hverju getur Samfylkingin þakkað þetta? „Það er nú væntanlega það sem hefur breyst hjá henni. Annars vegar nýr leiðtogi og hins vegar hefur verið skerpt á málflutningnum þannig að það er lögð áhersla á færri kjarnamál og það virðist ganga vel í kjósendur,“ segir Ólafur. Ólafur, þú ert að fara á sýningu á Macbeth. Það er nú heldur betur pólitískur hildarleikur. „Það er pólitískur hildarleikur þar fossar blóðið, flæðir út um allt en sem betur fer höfum við nú ekki haft þannig blóðsúthellingar í íslenskri pólitík síðan á Sturlungaöld,“ segir Ólafur kíminn. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan.
Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent